![laerdal LCSU 4 Manual Download Page 249](http://html1.mh-extra.com/html/laerdal/lcsu-4/lcsu-4_manual_3301928249.webp)
6 Þrif og viðhald
249
Íslenska
Þrif
Varúðarreglur
• Takið LCSU 4 úr sambandi við ytri aflgjafa áður en tækið
er þrifið.
• Notið eins lítið af vökva og hægt er til að koma í veg fyrir
raflost. Ekki dýfa LCSU 4 í vatn eða láta tækið standa í
vatni eða öðrum vökva. Slíkt getur skemmt tækið og/eða
valdið raflosti og meiðslum á fólki.
Viðvörun
Dælið ekki hreinsivökva eða öðrum vökva um
lofttæmisdæluna, þ.e. um lofttæmistengið. Slíkt getur
skemmt LCSU 4.
Meginkassi
1
Takið úr sambandi við ytri aflgjafa.
2
Þrífið yfirborð kassans varfærnislega með mjúkum klút eða
svampi og mildri sápu. Notið uppþvottalög eða svipað efni
sem hentar efnunum sem tilgreind eru í töflunni í 10. kafla.
3
Þurrkið yfirborð með hreinum klút eða pappírsþurrku.
Hylki og slöngur fyrir sjúklinga
Fargið eftir notkun.
Mikilvægt
Hylkin og slöngurnar fyrir sjúkling eru einnota. Reynið
ekki að endurnýta. Farga skal öllum einnota hlutum og
skipta um þá eftir hverja notkun til að koma í veg fyrir
hættu á víxlmengun. Einnota hlutir eru aðeins ætlaðir
einum sjúklingi.
Lofttæmisslanga (fyrir 800 ml gerð) og járngrind
Skolið með því að dýfa og skrúbba í hreinsivökva og
vatnslausn.
1
Hreinsið vandlega í hreinu vatni.
2
Látið hlutina þorna. Sótthreinsið ef þess er óskað.
Afkastamikið síusett (fyrir 800 ml gerð)
• Hvorki er hægt að þrífa né sótthreinsa síuna.
• Skiptið umsvifalaust um síuna ef merki eru um mengun,
aflitun eða ef sían blotnar.
* Ef tækið er notað hjá sjúklingum þar sem hætta er talin á
víxlmengun er ráðlagt að skipta um síuna eftir hverja notkun.
Burðartaska
Þurrkið af töskunni samkvæmt leiðbeiningunum hér á undan
fyrir meginkassann. Ekki setja töskuna í þvottavél.
Prófun á tækinu
Prófa skal tækið í hvert sinn sem LCSU 4 er sett saman aftur
og áður en tækið er notað á ný.
1
Hefjið prófunina á fullhlaðinni rafhlöðu
2
KVEIKIÐ á tækinu
3
Lokið fyrir slönguna fyrir sjúklinginn
4
Stillið lofttæmið á 550+ mmHg
5
Opnið og lokið aftur fyrir slönguna fyrir sjúklinginn
6
Niðurstaða: Tækið ætti að stilla sig á 550+ mmHg.
7
Endurtakið ferlið fyrir 300 mmHg og 50 mmHg.
Varúðarreglur
Notið ekki LCSU 4 sem stenst ekki prófið hér á undan.
Skoðið alla hluta tækisins og prófið það aftur ef LCSU
4 tækið fellur á prófinu. Hafið samband við Laerdal
Medical eða Icepharma ef þörf krefur.
Förgun
Fylgið reglum á hverjum stað við förgun á LCSU 4.
Þetta tæki er merkt samkvæmt Evróputilskipun 2012/19/EU
um raf- og rafeindabúnaðarúrgang (WEEE). Hægt er að koma
í veg fyrir hugsanleg neikvæð áhrif á umhverfið og heilsu
manna með því að farga tækinu á réttan hátt.
Táknið á vörunni eða á skjölum sem fylgja vörunni
tilgreinir að þetta tæki skuli ekki meðhöndla sem
heimilisúrgang. Þess í stað skal fara með tækið á
viðeigandi endurvinnslustöð til að endurnýta raf- og
rafeindabúnað þess.
Förgun skal fara fram í samræmi við gildandi reglur.
Nánari upplýsingar um meðhöndlun, endurnýtingu og
endurvinnslu á þessari vöru er hægt að nálgast á næstu
endurvinnslustöð eða hjá fulltrúa Laerdal þar sem varan var
keypt.
Summary of Contents for LCSU 4
Page 2: ......
Page 180: ...180 7 LCSU 4 1 2 DC AC 12V LCSU 4 1 2 3 800 ml 4 300 ml 1 2 2 1 5 2 LCSU 4 Laerdal Medical...
Page 194: ...7 194 LCSU 4 1 2 12V LCSU 4 1 2 3 800 ml 4 300 ml 1 2 1 5 2 LCSU 4 Laerdal Medical...
Page 208: ...7 208 LCSU 4 1 2 12 V DC AC LCSU 4 1 2 3 800 ml 4 300 ml 1 2 1 5 2 LCSU 4 Laerdal...
Page 218: ...4 218 LCSU 4 1 6 12 12 12 12 LCSU 4 12 12 LCSU 4 175 150 200 LCSU 4...
Page 220: ...5 220 886111 LCSU 4 LCSU 4 886112 LCSU 4 P...
Page 222: ...7 222 Laerdal LCSU 4 1 2 12 LCSU 4 1 2 3 800 4 300 1 2 1 5 2 Laerdal Medical...
Page 255: ......
Page 256: ......
Page 257: ......