
37728-01G
I 39
Notkunarleiðbeiningar fyrir Blom‑Singer
®
sturtuhlíf
ÍSLENSKA
BLOM‑SINGER
®
STURTUHLÍF
VÖRULÝSING
Blom-Singer sturtuhlífin er hönnuð til að hlífa barkaraufinni þegar þú ferð í sturtu og þværð á þér
hárið. Þegar henni er komið fyrir á réttan hátt gerir hún þér kleift að anda að vild en kemur jafnframt
í veg fyrir að sturtuúðinn og vatnið sem rennur niður hálsinn komist inn í barkaraufina. Hún er
afhent með einni hlíf fyrir Blom-Singer barkaraufarventil og 30 Blom-Singer límskífum. Tækið er
einnig samhæft við Blom-Singer StomaSoft barkakýlisnámsslöngu.
ÁBENDINGAR
(ástæður fyrir ávísun tækis eða aðgerðar)
Tækið er ætlað til notkunar hjá einstaklingum með varanlega opnun í hálsinum (barkarauf) í kjölfar
barkakýlisnáms (brottnám barkakýlis).
FRÁBENDINGAR
(Ástæður sem gera það óráðlegt að ávísa tilteknu tæki eða aðgerðinni)
Tækið er eingöngu ætlað til notkunar til að verja öndunarveginn (barkaraufina) á meðan farið er
í sturtu og þarf að vera fest á réttan hátt eins og lýst er hér að neðan. Tækið er ekki hannað til að
verja öndunarveginn ef höfuðið og hálsinn eru á kafi í vatni. Ekki má nota það við neins konar
vatnsíþróttir.
VIÐVARANIR OG VARÚÐARRÁÐSTAFANIR
Tækið er eingöngu ætlað til notkunar eins sjúklings til að verja öndunarveginn (barkaraufina) á meðan
farið er í sturtu og þarf að vera fest á réttan hátt eins og lýst er hér að neðan. Tækið er ekki hannað til
að verja öndunarveginn ef höfuðið og hálsinn eru á kafi í vatni. Ekki má nota tækið við neins konar
vatnsíþróttir. Ef sýnilegar rifur, sprungur eða skemmdir eru á tækinu skal hætta notkun þess.
AUKAVERKANIR
Eftirfarandi aukaverkanir geta komið fram:
• Lítið magn af sturtuúða eða vatnsdropum berst í öndunarveginn (barkaraufina) sem veldur
hósta, ásvelgingu eða óþægindum.
• Sýking hjá sjúklingi, erting í öndunarvegi eða lungum eða erting í vefjum.
• Drukknun.
• Tímabundin hindrun öndunar.
NOTKUNARLEIÐBEININGAR
Eingöngu einstaklingar sem fengið hafa þjálfun í notkun og meðhöndlun tækisins mega nota það.
Ísetning, fjarlæging og hreinsun
Áður en sturtuhlífin er fest á þarf fyrst að koma fyrir Blom-Singer barkaraufarhlíf eða Blom-Singer
StomaSoft barkakýlisnámsslöngu. Fylgdu notkunarleiðbeiningunum sem fylgja aukabúnaðinum til
að koma hlífinni eða slöngunni fyrir.
Ísetning
Með hreinum höndum skaltu stinga sturtuhlífinni að hluta til inn í neðri brún barkaraufarhlífarinnar
eða slöngunnar sem þegar hefur verið komið fyrir, þannig að gataða öndunarsían snúi niður á við
(skýringarmynd 1). Ýttu varlega á sturtuhlífina þangað til hún smellur á sinn stað. Rétt ísett sturtuhlíf
passar vel inn í hlífina eða slönguna. Þú átt að geta andað án vandræða þegar sturtuhlífin er komin
á sinn stað.