![IKEA TREVLIG Manual Download Page 45](http://html.mh-extra.com/html/ikea/trevlig/trevlig_manual_2039061045.webp)
ÍSLENSKA
45
AÐ KVEIKJA/SLÖKKVA Á HELLLUBORÐINU
Til að kveikja á helluborðinu skal ýta á aflhnappinn í um 1
sekúndu. Til að slökkva á helluborðinu skal ýta aftur á sama
hnapp og öll eldunarsvæði verða óvirk.
STAÐSETNING
Hyljið tákn stjórnborðsins með eldunarílátinu.
Vinsamlegast athugið: Á eldunarsvæðunum sem eru nálægt
stjórnborðinu er ráðlagt að halda pottum og pönnum
innan merkinganna (með tilliti til botnsins og efri brúnar
eldunarílátsins þar sem hún er yfirleitt breiðari en botninn).
Þetta kemur í veg fyrir að takkaborðið hitni óhóflega
mikið. Þegar verið er að grilla eða steikja skal nota aftari
eldunarsvæðin hvenær sem það er mögulegt.
AÐ KVEIKJA/SLÖKKVA Á ELDUNARSVÆÐUM OG STILLA
AFLSVIÐ
Til að kveikja á eldunarsvæðum:
Ýtið á + eða - hnapp viðkomandi eldunarsvæðis til að virkja
það og stilla styrkinn. Stigið verður sýnt í samræmi við svæðið
ásamt gaumljósinu sem auðkennir hið virka eldunarsvæði.
Hægt er að nota „ORKUVIÐBÓTAR“ hnappinn til að velja
hraðhitunaraðgerðina.
Til að slökkva á eldunarsvæðum:
Ýtið á „0“ hnappinn til vinstri við orkustillinguna
LÆSING STJÓRNBORÐSINS
Til að læsa stillingunum og koma í veg fyrir að það kvikni á því
fyrir slysni, ýtið á og haldið OK/takkaláshnappinum í 3 sekúndur.
Hljóðmerki og viðvörunarljós fyrir ofan táknið gefa til kynna að
borðinu hafi verið læst. Stjórnborðið er einnig læst, fyrir utan
kveikja/slökkva hnappinn. Til að taka stjórnhnappana úr lás
skal endurtaka aðgerðina.
TÍMASTILLIR
Það er einn tímastillir sem stjórnar hverjum
eldunarsvæðishnappi.
Til að kveikja á tímastillinum :
Veljið eldunarsvæðið, ýtið á hnappinn „+“ eða „-“ til að stilla
óskaðan tíma. Gaumljós mun kvikna í samræmi við hið sérstaka
tákn
. Þegar tíminn er útrunninn heyrist hljóðmerki og það
slökknar sjálfvirkt á eldunarsvæðinu.
Hægt er að breyta tímanum hvenær sem er og hafa nokkra
tímastilla virka samtímis.
Ef tímastillirinn er virkur þá blikkar „gaumljós eldunarsvæðis“ og
viðkomandi valinn eldunartími er sýndur á aðalskjánum.
Til að slökkva á tímastillinum:
Ýtið á hnappana „+“ eða „-“ saman þar til það slokknar á
tímastillinum.
Tímastillir ekki tiltækur fyrir sjálfvirkar aðgerðir.
GAUMVÍSIR TÍMASTILLIS
LED-ljós fyrir „gaumljós virks tímastillis“ gefur til kynna að
tímastillirinn hafi verið stilltur fyrir eldunarsvæðið.
HLÉ AÐGERÐ
Með þessar aðgerð er tímabundið hægt að
setja eldun í bið og halda síðan áfram með hana
og viðhalda fyrri stillingum. Aðgerðin frystir einnig allar virkar
tímastillingar.
Til að virkja þessa aðgerð skal ýta á takkann II.
Táknið II blikkar á skjánum í stað orkustiganna.
Til að hefja eldun á ný skal ýta á hnapp
II
og snerta rennistiku
virks eldunarsvæðis aftur.
Dagleg notkun