ÍSLENSKA
44
ORKUTAKMÖRKUN
Þegar helluborðið er keypt er það stillt á hámarksafl. Breytið
stillingunni í samræmi við takmörk rafkerfisins á heimili þínu
eins og lýst er í eftirfarandi málsgrein.
ATHUGIÐ: Sé hámarksafl upp á 2,5 kW virkjað munu sumir
eiginleikar sem krefjast meiri orku ekki verða tiltækir.
Til að stilla afl helluborðsins:
Þegar búið er að tengja tækið við rafveitu er hægt að stilla
aflssvið innan 60 sekúndna.
Ýtið á tímastillihnappinn „+“ í a.m.k. 5 sekúndur. Skjárinn sýnir
PL
Ýtið á hnappinn
þar til síðasta aflsvið birtist.
PL
2,5 kW
4,0 kW
6,0 kW
7,2 kW
P
L
2.
5
4.
0
6.
0
7.
2
Notið hnappana „+“ og „-“ til að velja hámarksorkunotkun
helluborðsins. Tiltæk orkusvið eru: 2,5 kW – 4,0 kW – 6,0 kW – 7,2
kW. Staðfestið með því að ýta á
.
Aflsviðið sem valið var er geymt í minninu þó svo að rafveita
rofni.
Til að breyta aflsviði skal taka tækið úr sambandi við rafveitu
í a.m.k. 60 sekúndur, setja það svo í samband aftur og fylgja
skrefunum hér að ofan.
Ef villa kemur upp við stillingar birtist táknið
EE
og hljóðmerki
heyrist. Ef þetta gerist skal endurtaka aðgerðina. Ef villan er
viðvarandi skal hafa samband við söluþjónustu.
SLÖKKT/KVEIKT Á HLJÓÐMERKI
Til að kveikja/slökkva á hljóðmerki:
• Setjið helluborðið í samband við rafmagn;
• Bíðið eftir kveikingarröðinni;
• Ýtið á „Orkuviðbótar“ hnappinn á fyrsta takkaborðinu efst til
vinstri í 5 sekúndur.
Allar viðvaranir sem stilltar voru haldast virkar.
Fyrsta notkun
Leiðbeiningar um eldunaráhöld
Hvaða potta skal nota
Notið aðeins potta og pönnur með botn sem gerður er úr
járnsegulmögnuðu efni sem henta til notkunar á spanhelluborð:
• pottjárn
• gljábrennt stál
• kolefnisstál
• ryðfrítt stál (þó ekki allt)
• ál með járnsegulmagnaðri húð eða járnsegulmögnuðum
botni
Til að finna hvort pottur eða panna sé hentug skal leita að
tákninu (yfirleitt áletrað á botninn). Þú getur líka haldið
segli við botninn. Ef hann festist við undirhliðina þá virkar
eldunaráhaldið fyrir spanhelluborð.
Til að tryggja hámarks skilvirkni skal alltaf nota potta og pönnur
með flötum botni sem dreifir hitanum jafnt. Ef botninn er ójafn
þá hefur það áhrif á afl og hitaleiðni.
Hvernig nota skal
Lágmarksþvermál potta/panna fyrir hin mismunandi
eldunarsvæði
Til að tryggja að helluborðið virki á réttan hátt þarf stærð
pottsins að henta hellunni og potturinn þarf að hylja a.m.k. eitt
af viðmiðunarmerkjunum sem eru á yfirborði helluborðsins.
Notið alltaf eldunarsvæðið sem best samsvarar botni pönnunar.
Ef notaður er pottur eða panna með minna þvermál en
millistykkisskífan þá getur það valdið því að hiti safnist upp sem
ekki flyst til pottsins eða pönnunar og þetta gæti svert bæði
helluborðið og skífuna.
Eldunarsvæði
Þvermál eldunaráhalda (cm)
Eldunarsvæði hægra megin
að aftan
12,0 - 18,0
Eldunarsvæði hægra megin
að framan
12,0 - 18,0
Eldunarsvæði vinstra megin
að aftan
15,0 - 21,0
Eldunarsvæði vinstra megin
að framan
10,0 - 15,0
Tómir pottar/pönnur eða sem eru með þunnan botn
Notið ekki tóma potta/pönnur eða sem eru með þunnan botn
á helluborðinu því það mun ekki geta fylgst með hitastiginu
eða slökkt sjálfkrafa ef hitastigið er of hátt, og þar með skemmt
pottinn eða yfirborð helluborðsins. Ef þetta gerist skal ekki
snerta neitt og bíða eftir að allir hlutir hafi kólnað.
Ef villuskilaboð birtast skal sjá „Úrræðaleit“.
Ábendingar og ráð
Hávaði við eldun
Þegar eldunarsvæði er virkt gæti heyrst suð í stuttan tíma.
Þetta er einkenni allra eldunarsvæða á keramikhelluborðum
og skaðar ekki virkni eða endingu tækisins. Hávaðinn fer eftir
eldunaráhaldinu sem notað er. Ef þetta veldur verulegum
truflunum þá gæti hjálpað að skipta um eldunaráhald.