Notkunarleiðbeiningar
A, barnatæki (sendir)
1. Kveiktu á tækinu með því að færa
On/Off rofann (1) frá 0 á I. Þegar
kveikt er á tækinu lýsir grænt
gaumljós (3). Ef ljósið fer að blikka
þarf að hlaða rafhlöðuna.
2. Veldu eina af rásunum tíu (8).
Það þarf að nota smápening eða
eitthvað slíkt til að velja rás. Þetta er
varúðarrástöfun svo að ekki skiptist
um rás fyrir slysni.
3. Þú getur stillt næmni hljóðnemans
frá 1 til 8 með rofa fyrir næmni
hljóðnema (2). Mest næmni fæst
á stillingu 8 og minnst næmni með
stillingu 1. Ef það er mikið um hljóð
í bakgrunni, þá er betra að hafa
næmnina minni. Ef allt er hljótt má
hækka næmnistillinguna.
4. Gaumljósið á móttökutækinu lýsir
rautt þegar tækið nemur hljóð. Ljósið
logar síðan í 5 sekúndur eftir að
hljóðið hættir, áður en tækið fer aftur
í biðham (stand-by). Ljósið er grænt
þegar tækið er í biðham. Á meðan
senditækið er í biðham sendir það
reglulega merki í móttökutækið til að
tryggja að samband sé þar á milli. Þá
lýsir rautt ljós.
5. Settu senditækið nærri barninu og
láttu hljóðnemann snúa að barninu.
Gættu þess að tækið sé nógu nærri
til að nema hljóð frá barninu, en ekki
það nærri að barnið nái í það. Einn
metri er gott viðmið.
B, foreldratæki (móttakari)
ATHUGIÐ! Gætið þess að foreldratækið
sé að minnsta kosti í tveggja metra
fjarlægð frá barnatækinu áður en kveikt
er á því. Ef tækin eru of nálægt hvoru
öðru getur tækið ge
fi
ð frá sér hátt og
skerandi hljóð.
1. Kveiktu á tækinu með því að færa
On/Off rofann (9) frá 0 á I. Þegar
kveikt er á tækinu lýsir grænt
gaumljós (11). Ef ljósið fer að blikka
þarf að hlaða rafhlöðuna.
2. Veldu sömu rás og á barnatækinu
(16). Ef þú heyrir tru
fl
anir og
aukahljóð þarf að skipta um rás á
báðum tækjunum.
3. Hægt er að stilla hljóðstyrk
hátalarans (13) frá 1 (lægst) upp í 8
(hæst) með rofa fyrir hljóðstyrk (10).
4. Þegar móttakarinn tekur á móti
merki frá senditækinu lýsir rautt
gaumljós (14). Styrkur ljóssins fer
eftir styrk hljóðsins, þ.e. það lýsir
skærar eftir því sem hljóðin í barninu
eru hærri. Ljósið er afar nytsamlegt
til að fylgjast með barninu þegar
hljóðstyrkurinn er lágt stilltur á
36