Fyrir fyrstu notkun
Leggðu leirpottinn í kalt vatn y
fi
r nótt áður
en þú notar hann í fyrsta skiptið. Vatnið ætti
að ná y
fi
r allan pottinn og lokið. Skolaðu
leirpottinn undir rennandi vatni.
Hvernig á að nota leirpottinn
— Áður en maturinn er undirbúinn ætti að
geyma pottinn og lokið í köldu vatni í að
lágmarki 30 mínútur.
— Leirpotturinn er gerður úr rauðum leir
sem er holótt efni sem drekkur í sig
vökva. Þegar potturinn er hitaður upp
gefur hann frá sér gufu og því þornar
maturinn ekki. Það þýðir líka að það þarf
ekki að brúna matinn áður en hann er
settur í leirpottinn Ef það vantar auka lit
á matinn má fjarlægja lokið á síðustu 10-
15 mínútum eldunarinnar.
— Leirpotturinn er mjög hitanæmur og því
ætti alltaf að setja rakan pottinn í kaldan
ofn. Stilltu á það hitastig sem þarf og
kveiktu á ofninum. Ef þú ert með gas
ofn þarf fyrst að stilla á lægra hitastig
en sagt er til um í uppskriftinni. Eftir 10
mínútur má hækka í rétt hitastig.
— Þar sem hitastig er breytilegt á milli ofna
þarf að athuga í fyrstu skiptin reglulega
hvort að maturinn sé eldaður. Þannig
lærir þú hversu langur eldunartíminn er
í raun.
Þrif
Þrí
fi
ð leirpottin aðeins eftir að hann hefur
kólnað. Leggið í bleyti í volgt vatn og
hreinsið með uppþvottabursta. Ekki nota
uppþvottalög þar sem leirinn er holótt efni
og mun drekka í sig uppþvottalöginn.
Eftir þrif þarf að leyfa pottinum að þorna
almennilega, t.d. í köldum ofninum.
Eftir notkun mun potturinn dekkjast. Þetta
hefur engin áhrif á gæði pottsins á nokkurn
hátt en er einfaldlega vegna þess að hann er
úr náttúrulegum efnum.
Mikilvægt!
Aldrei hella köldu vatni í heitan pott eða
setja heitan pott á kaldan stað, þar sem
svona hröð breyting á hitastigi mun valda
sprungum í leirnum. Notaðu alltaf pottaleppa
til þess að færa heitan pott og leggðu hann
á pottastand.
Leirpottinn ætti aðeins að nota í ofni. Ekki
leggja hann á hitaplatta, gashelluborð eða á
opinn eld.
Það ætti að þvo og þurrka pottinn og lokið
algjörlega áður en potturinn er settur í
geymslu. Geymdu pottinn með lokið til
hliðar frekar en ofan á pottinum. Vertu viss
um að geyma pottinn þar sem það er gott
loft
fl
æði, til að koma í veg fyrir raka og
myglu.
ÍSLENSKA
9
Summary of Contents for ANVANDBAR
Page 1: ...ANV NDBAR...
Page 2: ......
Page 24: ...30 10 15 10 24...
Page 26: ...30 10 15 10 26...
Page 27: ...30 10 15 10 27...
Page 31: ...30 10 15 10 31...
Page 32: ...10 10 15 10 32...
Page 33: ...30 10 15 10 33...
Page 34: ...30 10 15 10 34...
Page 37: ...37 30 10 15 10...
Page 38: ...30 10 15 10 2 3 38...
Page 39: ......