IS
IS
81
Skipta um LED-peru
Að skipta um eða viðhald LED-peruskal sinnt af
framleiðandanum, þjónustuaðila framleiðandans eða af
öðrum hæfum aðila.
Fyrir fyrstu notkun ísskápsins
• Láttu ísskápinn standa í 30 mínútur áður en þú tengir hann
við rafmagn í fyrsta skipti.
• Leyfðu tækinu að vera í gangi í 2-3 klst. (að minnsta kosti 4
klst. að sumarlagi) áður en þú setur fersk eða fryst matvæli í
hann.
• Skildu eftir nægilegt pláss til að hægt sé að opna hurðir og
skúffur á auðveldan hátt (eða fylgdu ráðleggingum
framleiðandans).
Ráðleggingar til að spara orku
• Settu tækið í kaldasta stað herbergisins fjarri tækjum sem
gefa frá sér hita eða heitum lögnum, og fjarri beinu sólarljósi.
• Leyfðu heitum matvælum að kólna niður í stofuhita áður en
þú setur þau inn í tækið. Ofhleðsla tækisins neyðir þjöppuna
til að starfa í lengri tíma. Matvæli sem frystast of hægt geta
rýrnað í gæðum eða farið til spillis.
• Vertu viss um að pakka matvælunum rétt og þurrkaðu
áf ílátum áður en þú setur þau inn í tækið. Þetta dregur úr
klakamyndun inni í tækinu.
• Geymslurými tækisins skal ekki fóðra með álpappír,
vaxpappír né rúllupappír. Slík fóðrun hindrar streymi kalds
lofts sem leiðir til þess að tækið er ekki eins hagkvæmt.
• Skipulagðu og merktu matvælin til að stytta tímann sem
hurð er opin og langdregna leit. Fjarlægðu eins margar vörur
í einu eins og nauðsyn krefur og lokaðu hurðinni eins fljótt
og auðið er.