45
IS
UMHVERFISVÆN FÖRGUN
Þú getur stuðlað að verndun umhverfisins!
Mundu vinsamlegast að fara eftir lögum og reglum
á hverjum stað: Farðu með ónýtan rafeindabúnað á
viðeigandi förgunarstað.
1.5 Rafmagnstenging
•
Tækið gengur fyrir rafmagni og því er alltaf hætta á rafhöggi. Þess
vegna skal farið nákvæmlega eftir þessum leiðbeiningum.
•
Komdu aldrei klóna með rökum höndum.
•
Togaðu alltaf beint í sjálfa rafmagnsklóna þegar taka á tækið úr
sambandi við rafmagn. Kipptu aldrei í leiðsluna, hún gæti skemmst af
því.
•
Komdu í veg fyrir að rafmagnssnúran bogni eða klemmist, að ekið sé
yfir hana eða hún komist í snertingu við hitagjafa.
•
Eingöngu skal nota framlengingarsnúrur sem eru viðurkenndar miðað
við orkunotkun tækisins.
•
Aldrei má dýfa tækinu ofan í vatn eða annan vökva.
•
Notaðu tækið því aðeins að sama spenna sé á rafkerfinu og tilgreind
er á merkiplötu tækisins. Tækið getur skemmst sé það tengt við ranga
spennu.
•
Hafi rafmagnssnúra tækisins skemmst skal framleiðandinn,
þjónustufulltrúi hans eða annar viðurkenndur aðili skipta um hana til að
koma í veg fyrir að notandinn sé í hættu.
1.6 Sé tækið bilað
•
Aldrei skal nota bilað tæki og aldrei má nota tæki með gallaða
rafmagnsleiðslu. Það getur verið hætta á líkamsáverkum.
•
Leitaðu til viðurkennds umboðsmanns eða annars viðeigandi
einstaklings til að gera við tækið. Nánari upplýsingar má fá á
www.elvita.se