43
IS
1. ÖRYGGISLEIÐBEININGAR
1.1 Notkunarleiðbeiningar
Lestu þessar notkunarleiðbeiningar vandlega áður en tækið er tekið í
notkun.
Geymdu leiðbeiningarnar til uppflettinga síðar. Láttu leiðbeiningarnar fylgja
þegar þú lætur einhverjum öðrum tækið í hendur.
Sé ekki farið eftir notkunarleiðbeiningunum getur það leitt til alvarlegra
meiðsla á fólki og skemmda á tækinu.
Við tökum enga ábyrgð á tjóni sem rekja má til þess að þessum
leiðbeiningum um notkun var ekki fylgt.
1.2 Viðvörunartákn
Leiðbeiningar, sem ætlað er að tryggja öryggi þitt, eru merktar með
sérstökum táknmyndum. Farðu alltaf eftir þessum leiðbeiningum til
að forðast slys og tjón á tækinu.
Viðvörun
Varar við heilbrigðisáhættu og lýsir mögulegum hættum á líkamsáverkum.
Vertu á verði
Varar við mögulegum hættum fyrir tækið og aðra hluti.
ATH! Þessi tákn gefa til kynna ráð og upplýsingar þér til handa.
1.3 Börn
•
Aldrei má skilja tækið eftir án eftirlits og fara þarf sérstaklega varlega í
nærveru barna eða fólks sem ekki getur netið áhættu.
•
Þeir (þar með talin börn) sem ekki geta notað tækið á öruggan hátt
vegna líkamlegra eða andlegra örðugleika, skynjunarvanda eða skorts
á reynslu eða þekkingu ættu aðeins að nota tækið undir eftirliti eða
samkvæmt leiðbeiningum ábyrgs aðila. Hafa ber tækið þar sem fólk í
ofangreindum hópum nær ekki til.
•
Umbúðaefni er ekki leikfang. Það getur verið hætta á köfnun.