126
127
CBD6601V
IS
SÍUKERFI
Sían kemur í veg fyrir að stærri matarleifar og aðrir áþreifanlegir hlutir lendi í dælunni.
Síukerfið samanstendur af grófri síu, flatri síu (aðalsíu) og örsíu (fín sía).
UMHIRÐA OG HREINGERNING
Síubúnaður
Sían fjarlægir á hagkvæman hátt matarleifar úr uppþvottvatninu þannig að hægt sé að nota vatnið á ný í
uppþvottinum.
Til að ná bestum árangri í notkun og uppþvotti, verður að þrífa reglulega síubúnaðinn. Þess vegna er ráðlegt
að þrífa grófar agnir úr síunni fyrir hvert uppþvottaferli. Til að gera þetta skolaðu síuna og síuhlífina undir
rennandi vatni. Til að fjarlægja síubúnaðinn skaltu lyfta handfanginu upp.
VIÐVÖRUN!
Aldrei skal setja uppþvottavélina í gang ef síurnar eru ekki á sínum stað. Röng uppsetning á síu
getur dregið úr virkni vélarinnar og skemmt diska og hnífapör.
Aðalsía A
Matarleifa og óhreinindi sem lenda í þessari síu er tvístrað
smátt með sérstakri bunu úr sprautuarminum. Síðan eru þau
skoluð í burtu gegnum frárennslislönguna.
Fín Sía B
Þessi sía stöðvar óhreinindaagnir og matarafganga í
skálinni, þannig að þau fari ekki aftur í uppþvottinn.
Grófsia C
Stærri agnir (til dæmis bitar úr beinum, brotið gler, o.fl.) sem
gætu stíflað frárennslið stöðvast í grófsíunni. Til að fjarlægja
hluti sem eru fastir í grófsíunni, skaltu taka í gripin fyrir ofan
síuna og lyfta.
Opna
Ath!
Fylgdu þrepunum 1 til 3 til að fjarlægja síubúnaðinn. Fylgdu þrepunum 3 til 1 til að setja síubúnaðinn
aftur á sinn stað.
Þrep 1: Snúðu síuhlífunum (B og C) rangsælis og lyftu
síðan upp öllum búnaðinum.
Þrep 3: Aðskildu B og C.
Þrep 2: Lyftu upp B og C frá A.