61
© 2021, Elon Group AB. All rights reserved.
Tímastilling fyrir sjálfvirka slökkvun
Til að stilla tímann (1–10
klukkustundir), ýttu á ítrekað á hnappinn þangað til sá fjöldi klukkustunda
sem óskað er eftir birtist, stafurinn „H“ birtist þegar aðgerðin hefur verið
virkjuð og tækið slekkur sjálfkrafa á sér þegar tíminn er liðinn.
Til að slökkva á aðgerðinni, ýttu á hnappinn þangað til „C“ birtist á
skjánum.
Útfjólublár lampi
Til að virkja útfjólubláa lampann (bakteríudrepandi
aðgerð), haltu inni þessum hnappi í 3 sekúndur. Ýttu á hnappinn einu
sinni enn til að slökkva á útfjólubláa lampanum.
Heit gufa
Til að virkja aðgerðina fyrir heita gufu, ýttu á þennan hnapp.
Ýttu á hnappinn aftur til að slökkva á aðgerðinni. Þegar slökkt hefur verið
á aðgerðinni fyrir heita gufu mun tækið einungis búa til kalda gufu.
Rakastilling
Til að stilla á það rakastig sem óskað er eftir, ýttu á þennan
hnapp (tækið hættir að vinna þegar það hefur náð því rakastigi sem hefur
verið stillt á). Hægt er að stilla rakann á 40~80% (rakastig). Þegar kveikt
er á tækinu mun það búa til gufu í 2 mínútur (óháð rakastigi herbergisins).
Sjálfvirk stilling
Haltu inni þessum hnappi í 3 sekúndur til að stilla á
sjálfvirka stillingu. Tækið viðheldur rakastiginu í 55~68%. Tækið velur
sjálft hentugustu rakagjafaraðferðina (háð rakastigi herbergisins).
Gufumagn
Til að stilla magn gufunnar, ýttu á þennan hnapp (stig 1, 2 eða
3). Stig 1 er læsta gufumagnið og stig 3 það hæsta.