62
© 2021, Elon Group AB. All rights reserved.
IS
ÞRIF OG VIÐHALD
• Slökktu á tækinu og taktu rafmagnsklóna úr sambandi áður en þú byrjar að þrífa.
SKÁL OG ÚTHLJÓÐSTITRARI
• Ef vatnið er mjög hart getur myndast kalksteinn utan á úthljóðstitraranum (ef svo
er hreinsaðu þá úthljóðstitrarann í vatnsskál tækisins með kalkhreinsiefni sem fæst
í verslunum).
• Settu smá kalkhreinsiefni utan á úthljóðstitrarann (hversu mikið ræðst af magni
kalksteinsins). Leggðu hann síðan í bleyti í 10–15 mín.
• Þrífðu með mjúkum bursta/hreingerningarsvampi þangað til kalksteinninn hverfur.
• Skolaðu hann tvisvar með hreinu vatni.
• Þrífðu ekki úthljóðstitrarann með verkfærum sem skemma yfirborð hans
(málmverkfærum eða öðrum hörðum verkfærum).
INNAN Í VATNSTANKINUM
• Þrífðu vatnstankinn að innan og rakastútinn að minnsta kosti tvisvar í viku ef þú
notar tækið reglulega.
• Þurrkaðu kalksteininn innan á vatnstankinum með mjúkum klút.
• Kalkstein sem losnar ekki er hægt að þurrka varlega burt með mjúkum
hreingerningarsvampi.
• Notaðu ekki hreingerningarefni sem innihalda sýru, basa eða bleikefni til að
hreinsa vatnstankinn.
UTAN Á VATNSTANKINUM
• Þrífðu með hreingerningarsvampi og þurrkaðu eftir það með rökum klút.
• Eftir þörfum er hægt að taka rakastútinn af til hreingerningar.
• Ekki hella vatni beint inn í rakastútinn þegar þú hefur hreinsað hann að innan.
LOFTSÍA
Við mælum með að skipta loftsíunni út einu sinni til tvisvar á ári, háð staðbundnum
umhverfisaðstæðum. Ýttu á loftsíulokið til að losa það. Taktu loftsíuna út og settu
nýja inn. Settu gömlu síuna í poka og lokaðu honum til að komast hjá því að dreifa
óhreinindum.
LANGTÍMAGEYMSLA
• Helltu öllu vatni úr tankinum, hreinsaðu tankinn og þurrkaðu svo tækið.
• Gakktu úr skugga um að allt vatn hafi verið fjarlægt úr tækinu áður en það fer í
geymslu.