59
© 2021, Elon Group AB. All rights reserved.
NOTKUNARLEIÐBEININGAR
NOTKUNARSKILYRÐI
1) Rakatækið byrjar að virka þegar hitastigið er milli 5 og 40°C og hlutfalla
rakans er lægra en 80%.
2) Notaðu hreint vatn sem er ekki yfir 40°C heitt (ef notast er við kalkríkt vatn er
mælt með að nota eimað vatn).
3) Þrífðu vatnstankinn og vatnsskálina ef tækið verður ekki notað til lengri tíma
eða að minnsta kosti tvisvar í viku ef tækið er í stöðugri notkun.
4) Mælt er með að leggja vatnssíu tækisins í bleyti í 24 tíma áður en sían er
notuð í fyrsta skiptið.
NOTKUN
1) Taktu vatnstankinn úr tækinu. Skrúfaðu lokið af og fylltu tankinn af hreinu
vatni. Skrúfaðu lokið aftur á (gakktu úr skugga um að það sé fast). Settu
vatnstankinn til baka í tækið (gakktu úr skugga um að hann sitji rétt).
2) Gakktu úr skugga að rakastúturinn og handfangsvörnin sé rétt staðsett á
vatnstankinum.
3) Settu rafmagnsklóna í samband og kveiktu á tækinu (ýttu á takkann til að
kveikja á tækinu).
4) Fylgdu leiðbeiningunum hér fyrir neðan til að nota ilmeiginleikann
(vatnsuppleysanleg ilmolía getur verið keypt sérstaklega í smávöruverslunum).
a. Taktu ilmpúðann út.
b. Settu nokkra dropa af vatnsuppleysanlegri ilmolíu á púðann.
c. Settu ilmkassann tilbaka í tækið (ilmeiginleikinn byrjar sjálfkrafa þegar þú
kveikir á tækinu).
d. Þegar ekki á að nota ilmeiginleikann (eða þegar ekki á að nota tækið til lengri
tíma) taktu púðann út úr ilmkassanum og þrífðu hann. Settu hann aftur tilbaka
þegar þú hefur þrifið hann.
5) Ef tankurinn er tekinn í burtu þegar tækið er í gangi slekkur tækið á sér. Þegar
vatnstankurinn er settur til baka er ennþá slökkt á tækinu. Til að byrja aftur
þarftu að kveikja á tækinu aftur og endurstilla það eftir þörfum.