73
© 2022, Elon Group AB. All rights reserved.
Þrýstu einu sinni til að ræsa útfjólubláa sótthreinsun, á skjánum birtist táknið „U”.
Þrýstu á ný til að slökkva á útfjólublárri sótthreinsun. Útfjólublá sótthreinsun stöðvast
sjálfkrafa eftir 1 klukkustund.
Þrýstu á kælistillingarhnappinn til að fara í kælistillingu. Hægt er að stilla loftflæðið
í þessum ham. Athugasemd: Kælistilling er sjálfgefin þegar tækið er gangsett.
Þrýstu á + hnappinn vinstra megin á fjarstýringunni til að auka loftflæðið, þrýstu
á - hnappinn vinstra megin á fjarstýringunni til að minnka loftflæðið. Í kælistillingu eru
9 loftflæðistillingar en 4 í hitastillingu.
Þrýstu á hitastillingarhnappinn til að fara í hitastillingu. Stafræni skjárinn sýnir
hitastig umhverfisins. Hægt er að stilla loftflæðið og hitastigið í þessum ham. Hvorki
kraftstilling né svefnstilling eru í boði í hitastillingarham.
Í hitastillingarham er þrýst á hitastillingarhnappinn hægra megin á
fjarstýringunni til að stilla hitastigið (1–30
°
C).
Ath.: Þessi hnappur er óvirkur í kælistillingu.
Þrýstu á tímahnappinn á fjarstýringunni til að stilla tíma á bilinu 1 til 8 klst. Lítið „ “
blikkar þá í neðra horni hægra megin á stafræna skjánum til að sýna að tímastilling er
virk.
Viðvörun
Hér að neðan er skrá yfir vandamál sem komið geta fram þegar tíðnisvið fjarstýringa
skarast.
1. Fjarstýringar fyrir önnur tæki heimilisins gætu haft áhrif á spaðalausa hitarann.
2. Þegar fjarstýringin er notuð á spaðalausa hitarann gæti það haft áhrif á önnur
raftæki heimilisins.
Rofinn á fjarstýringunni setur viftuna í biðstöðu en slekkur ekki alveg
á henni. Notaðu ON/OFF rofann á viftuhúsinu til að slökkva á henni
þegar hún er ekki í notkun.
Taktu svo tækið úr sambandi við rafmagn, eigi ekki að nota það um
lengri tíma.