79
© 2022, Elon Group AB. All rights reserved.
VIÐHALD
Taktu tækið úr sambandi við rafmagn áður en viðhald fer fram.
Ekki má dýfa tækinu í vatn eða úða það með vökva, það getur
valdið skemmdum. Hvorki má nota bananaolíu, bensen,
alkóhól, klór né málmhluti til að strjúka af viftunni, það getur
upplitað yfirborð hennar.
Að þrífa yfirborðsfleti
Strjúktu af yfirborðinu með mjúkum þurrum klút.
Séu óhreinindin mikil skaltu strjúka af með mjúkum klút
og mildu hreinsiefni.
Þurrkaðu svo af með mjúkum klút.
Loftinntak/úttak
Notaðu mjúkan bursta eða ryksugu til að þrífa ryk úr
inn- og úttökum lofts. Þrífðu þau reglubundið til að
forðast uppsöfnun ryks. Of mikið ryk er óheppilegt og
dregur úr skilvirkni viftunnar.
Fjarstýring
Strjúktu varlega af yfirborðinu með mjúkum þurrum
klút. Ef viftan stendur ónotuð um lengri hríð skal
fjarlægja rafhlöðurnar úr fjarstýringunni svo þær
tæmist ekki.
Geymsla
Ef viftan stendur ónotuð um lengri hríð er hægt að setja
hana í plastþoka að þrifum loknum.
Ekki geyma viftuna þar sem hætta er á titringi eða
nálægt öðrum raftækjum með kæli- eða hitabúnaði.
Ekki láta viftuna standa í beinu sólarljósi eða þar sem
hár hiti eða mikill raki er.
Geymist þar sem ung börn ná ekki til.