111
© 2021, Elon Group AB. All rights reserved.
kringum vinnusvæðið af. Gakktu úr skugga um að fyllsta öryggis sé gætt
umhverfis og að þar sé engin eldfim efni að finna.
4) Athugun á hvort kæliefni séu til staðar
Nota verður viðeigandi kæliefnaskynjara til að athuga hvort slík efni séu
til staðar á svæðinu, bæði fyrir og meðan á vinnu stendur, til að tryggja
að tæknimaðurinn sé meðvitaður um mögulega eldfimar gasblöndur.
Gakktu úr skugga um að lekagreiningarbúnaðurinn sem er notaður sé
hentugur fyrir eldfim kæliefni (þ.e. engir neistar myndist, að hann sé
þéttilokaður á réttan hátt eða eiginöruggur).
5) Aðgengi að slökkvitæki
Alltaf þegar heit vinna er í gangi á kælikerfi eða tengdum hlutum verður
viðeigandi slökkvibúnaður að vera innan handar. Hafðu duftslökkvitæki
eða kolsýruslökkvitæki nálægt hleðslusvæðinu.
6) Engir kveikjugjafar
Þeir sem vinna verk sem geta varðað kælikerfi eða lagnir sem innihalda
eða hafa innihaldið eldfim kæliefni mega undir engum kringumstæðum
nota kveikjugjafa á þann hátt að hætta sé á eldi eða sprengingu. Halda
skal öllum mögulegum kveikjugjöfum, þar með taldar logandi sígarettur,
í öruggri fjarlægð frá stað þar sem verið er að setja upp tæki, gera við,
fjarlægja eða farga, sé nokkur hætta á því að eldfimt kæliefni geti lekið
út í umhverfið. Áður en vinna hefst þarf að skoða svæðið í kringum
búnaðinn til að tryggja að þar finnist engin eldhætta eða hætta á íkveikju.
Setja skal upp skilti um bann við reykingum.
7) Loftræst svæði
Gættu þess að hafa vinnusvæðið undir beru lofti eða að það sé nægilega
vel loftræst áður en kerfið er opnað eða heit vinna hefst. Þess skal gætt
að hafa alltaf loftræstingu að vissu marki á meðan að verkinu stendur.
Loftræstingin ætti dreifa kæliefni sem losnar út á öruggan hátt og helst
út undir bert loft.
8) Eftirlit með kælibúnaði
Þegar skipt er um rafmagnsíhluti verða nýju íhlutirnir að vera í lagi og
uppfylla viðeigandi tæknilýsingar. Það verður alltaf að fylgja viðhalds- og
þjónustuleiðbeiningum framleiðandans. Hafðu samband við tæknideild
framleiðandans ef einhver vafamál koma upp. Eftirfarandi athuganir
verður að framkvæma við uppsetningu þar sem eldfim kæliefni eru
notuð:
Að hleðslumagnið sé lagað að stærð rýmisins þar sem hlutarnir sem
innihalda kæliefni eru settir upp.
Að loftræstikerfi og loftop virki á réttan hátt og að ekkert stífli þau. Sé
óbein kælirás notuð skal athugað hvort kæliefni sé til staðar í aukarás. Að
merkingar á búnaði séu áfram sýnilegar og læsilegar. Lagfæra þarf allar
merkingar og skilti sem ekki eru læsileg.
Setja verður upp kælileiðslur og kæliíhluti þar sem ekki er hætta að á
þeir komist í tæri við efni sem valda því að íhlutir sem innihalda kæliefni
tærist, ekki nema íhlutirnir séu gerðir úr tæringarþolnum efnum eða séu
nægilega varðir gegn tæringu.