Þegar lokið hefur verið við eldun og slökkt er
á helluborðinu kann vifta gufugleypis enn að
vera í gangi í ákveðinn tíma. Eftir þann tíma
slokknar sjálfkrafa á viftunni og komið er í
veg fyrir virkjun viftunnar fyrir slysni næstu 30
sekúndurnar.
Til að nota gufugleypinn í
stjórnborði þess skal afvirkja
sjálfvirka stillingu aðgerðarinnar.
Handvirk stýring á viftuhraða
Einnig er hægt að stjórna viftunni frá
helluborðinu handvirkt.
Snertu þegar kveikt er á helluborðinu.
Þetta slekkur á sjálfvirkri stjórnun
aðgerðarinnar og greiðir fyrir að hægt sé að
breyta viftuhraðanum handvirkt.
Þegar þú ýtir á er viftuhraðinn aukinn um
einn. Þegar þú nærð rækilegu stigi og ýtir
aftur á stillirðu viftuhraðann við 0 sem
slekkur á viftu gufugleypis. Til að ræsa
viftuna aftur á viftuhraða 1 skal snerta .
Slökktu á helluborðinu og
virkjaðu það aftur til að virkja
sjálfvirka stjórnun aðgerðarinnar.
6. SVEIGJANLEGT SPANSUÐUSVÆÐI
AÐVÖRUN!
Sjá kafla um Öryggismál.
6.1 FlexiBridge aðgerð
Sveigjanlega spansuðusvæðið
samanstendur af fjórum hlutum. Hægt er að
sameina hlutana í tvær eldunarhellur af
mismunandi stærð eða í eitt stórt
eldunarsvæði. Hliðar eldunarhellunnar sem
vinna saman lýsast upp og þær eru tengdar
með styttri upplýstum línum. Þú velur blöndu
hlutanna með því að velja viðeigandi stillingu
fyrir stærð eldunaráhaldsins sem þú vilt nota.
Það eru þrjár stillingar: Staðlað (virkjast
sjálfkrafa þegar þú virkjar helluborðið), Big
Bridge og Max Bridge.
Til að stilla hitann skaltu nota
stjórnstikurnar tvær vinstra
megin.
Skipt á milli stillinganna
Til að skipta á milli tveggja stillinga skaltu
nota skynjaraflötinn: .
Þegar þú skiptir á milli
stillinganna færist hitastillingin
aftur á 0.
Þvermál og staða eldunaráhaldanna
Veldu stillinguna sem á við stærð og lögun
eldunaráhaldsins. Eldunaráhaldið ætti að
þekja valda svæðið eins vel og mögulegt er.
Settu eldunaráhaldið í miðjuna á valda
svæðinu!
Settu eldunaráhald með þvermál botns
minna en 160 mm í miðjuna á einum hluta.
ÍSLENSKA
77