102
IS
g.
Eyrnahlífar og einkum þó eyrnapúðar geta orðið
lélegir með tímanum og þá þarf að skoða með reglulegu
millibili í leit að t.d. sprungum og hljóðleka. Séu
heyrnarhlífapúðarnir notaðir reglulega, ber að skipta um
þá og frauðhringina að minnsta kosti tvisvar á ári til þess
að viðhalda fullnægjandi vernd, hreinlæti og þægindum.
h.
Frálag rafeindarásar í þessum heyrnarhlífum getur
farið fram yfir dagleg hávaðamörk. Hafðu hljóðið eins
lágt stillt og mögulegt er að sætta sig við. Hljóðstyrkur
frá hvaða tengdum ytri hljóðgjafa sem er, svo sem
talstöðvum og símum, getur farið yfir örugg hávaðamörk
svo notandinn verður að takmarka þau á viðeigandi hátt.
Hafðu hljóðstyrk frá ytri hljóðgjöfum alltaf eins lágt
stilltan og mögulegt er við hverjar aðstæður og
takmarkaðu þann tíma sem hættulegur hljóðstyrkur,
skilgreindur af vinnuveitanda og viðeigandi reglugerðum,
getur valdið váhrifum.
i.
Sé ekki farið eftir ofangreindum kröfum, skerðir það
verndareiginleika eyrnahlífanna verulega.
EN 352 Öryggisyfirlýsingar:
•
Séu einnota hlífar notaðar getur það haft áhrif á
hljóðfræðilega eiginleika eyrnahlífanna.
•
Afköst geta minnkað eftir því sem rafhlöðuhleðsla
minnkar. Gera má ráð fyrir því að rafhlaða í
eyrnatöppunum endist dæmigert í 100 klukkutíma við
samfellda notkun.
•
Ákveðin efnafræðileg efni geta valdið tjóni á vöru
þessari. Nánari upplýsingar má fá hjá framleiðanda.
•
Þessar eyrnahlífar, sem festar eru við höfuðhlífar og/
eða anditshlífar, eru „stór stærð“. Eyrnahlífar, sem
festar eru við höfuðhlífar og/eða anditshlífar og sem
uppfylla kröfur EN 352-3 eru í „millistærð“, „lítilli
stærð“ eða „stórri stærð“. Heyrnarhlífar í „millistærð“
henta meirihluta notenda. Eyrnahlífar í „lítilli stærð“
eða „stórri stærð“ eru hannaðar fyrir notendur sem
millistærð af eyrnahlífum hentar ekki.
• 3M
TM
PELTOR
TM
ProTac III Slim heyrnartól og 3M
TM
PELTOR
TM
ProTac Hunter:
Tækin henta ekki fyrir háværan og samfelldan
hljóðstyrk.
•
Frálag hljóðrásar í þessum heyrnarhlífum getur farið
fram yfir dagleg vámörk hávaða.
•
Hljóðmerki afþreyingarsendinga fer ekki yfir 82 dB (A)
við spennu ílagsmerkis að hámarki 300 mV. Vöruna
skal ekki nota sé ekki hægt að tryggja að spenna
ílags fari ekki yfir hámarksgildi.
2.2. VARÚÐ
•
Sé röng rafhlaða notuð, getur verið hætta á
sprengingu.
•
Séu umhverfishljóðin að mestu undir 500 Hz, ætti að
miða við C-veginn styrk umhverfishljóða.
•
Notaðu ávallt sértilgreinda 3M varahluti. Sé notast við
aðra varahluti en upprunalega gæti það dregið úr
verndinni sem varan á að veita.
2.3. ATHUGASEMD
• 3M
TM
PELTOR
TM
ProTac III heyrnartól og 3M
TM
PELTOR
TM
ProTac Shooter:
Þegar heyrnarhlífar þessar eru notaðar í samræmi við
þessar leiðbeiningar notenda, draga þær bæði úr
stöðugum hávaða, svo sem í iðnaði eða frá
ökutækjum og flugvélum, og skyndilegum hávaða, til
dæmis byssuskotum. Erfitt er að segja fyrir um þá
heyrnarvernd sem þörf er á eða í raun er veitt hvað
varðar váhrif af skyndilegum hávaða. Það hefur áhrif
á vernd gegn hávaða frá byssuskotum um hvaða
tegund vopns er að ræða, hve mörgum skotum er
hleypt af, hvaða heyrnarhlífar eru valdar, hvernig þær
passa og eru notaðar, hvernig um þær er annast og
fleira. Kynntu þér betur heyrnarvernd gegn
skyndilegum hávaða á www.3M.com.
• 3M
TM
PELTOR
TM
ProTac III Slim heyrnartól og 3M
TM
PELTOR
TM
ProTac Hunter:
Þegar heyrnarhlífar þessar eru notaðar í samræmi við
þessar leiðbeiningar notenda, draga þær úr váhrifum
frá skyndilegum hávaða, til dæmis byssuskotum Erfitt
er að segja fyrir um þá heyrnarvernd sem þörf er á
eða í raun er veitt hvað varðar váhrif af skyndilegum
hávaða. Það hefur áhrif á vernd gegn hávaða frá
byssuskotum um hvaða tegund vopns er að ræða,
hve mörgum skotum er hleypt af, hvaða heyrnarhlífar
eru valdar, hvernig þær passa og eru notaðar, hvernig
um þær er annast og fleira. Kynntu þér betur
heyrnarvernd gegn skyndilegum hávaða á www.3M.
com.
•
Jafnvel þótt hægt sé að mæla með því að
heyrnarhlífar séu notaðar til að verjast áhrifum af
óvæntum hávaða, byggist mat á hljóðdeyfingu (NRR)
á deyfingu samfellds hávaða og er því ekki endilega
nákvæm vísbending um þá vörn sem fæst gegn
óvæntum og skyndilegum hávaða á borð við
byssuhvell (orðalag að beiðni EPA).
• 3M
TM
PELTOR
TM
ProTac III Slim heyrnartól og 3M
TM
PELTOR
TM
ProTac Hunter heyrnartól henta ekki gegn
háu og stöðugu hávaðastigi.
•
Heyrnartólin eru búin styrkstýrðri hljóðdeyfingu.
Notandi ætti að kynna sér rétta notkun þeirra áður en
hún hefst. Ef hljóð er bjagað eða vart verður við bilun
ætti notandi að leita ráða hjá framleiðanda um viðhald
og hvernig skipta á um rafhlöðu.
•
Á heyrnarhlífunum er innstunga fyrir öryggishljóðtæki.
Notandi ætti að kynna sér rétta meðferð fyrir notkun.
Ef hljóð er bjagað eða vart verður við bilun ætti
notandi að leita ráða framleiðanda.
•
Heyrnarhlífar þessar takmarka hljóðmerki
afþreyingarhlustunar við 82 dB(A) við eyra.
•
Þeir sem nota útbúnað með heyrnarhlífum í Kanada,
skulu kynna sér CSA Staðal Z94.1 um öryggishjálma
atvinnumanna.