101
3.0 UPPSETNING
3.1 SKIPULAGNING:
Skipuleggið fallvarnarkerfið áður en vinna hefst. Íhugið alla þætti sem gætu haft áhrif á öryggi,
bæði fyrir fall, á meðan að fall á sér stað og eftir fall. Takið tillit til allra krafa og takmarkana sem teknar eru fram í
hluta 1. & 2.
3.2 FESTINGAR:
Á skýringarmynd 10 má sjá festingar festingartengis. Veljið festistað þar sem hættan á fríu falli og
sveiflufalli er sem minnst (sjá hluta 2). Veljið traustan festistað sem þolir það stöðuálag sem tekið er fram í hluta 2.
3.3 AÐ SETJA UPP VEF-DRAGREIPIÐ:
A. Settu vef-dragreipið yfir akkerisfestinguna þannig að merkimiðarnir snúi út, beint á fasta
akkerisfestingarsamsetninguna gegnum innri hluta slöngvunnar eins og sýnt er á mynd 7.A
B. Þegar vef-dragreipið er vel staðsett á akkerisfestingunni skaltu setja einn enda slöngvunnar í gegnum hinn
endann eins og er sýnt á mynd 7.B. Renndu einum enda slöngvunnar upp eftir akkerisfestingunni, yfir vefinn.
Togaðu annan enda slöngvunnar niður til að fjarlægja slakann sem myndaðist við að færa fyrri slöngvuendann
upp.
C. Lausu endarnir hanga fyrir neðan akkerisfestinguna, og báðir endar eru tengdir við tengi akkerisfestingar. Sjá
mynd 7.C. Hægt er að vefja vef-dragreipinu oft í kringum akkerisfestinguna til að stytta lengd reipisins.
Akkerisfestingartengið verður að vera þétt upp við akkerisfestingarsamsetninguna. Ekki skilja eftir neinn slaka í vef-
dragreipinu, þar sem slíkt gæti aukið falllengd í frjálsu falli ef einhver dettur.
;
Ekki skal gera neina hnúta á akkerisfestingarpunkt vef-dragreipisins. Tengjandi undirkerfi skal einungis vera
tengt við beina slöngvu. Hnútar draga verulega úr styrkleika akkerisfestingarpunktsins. Sjá mynd 8.
3.4 AÐ TENGJAST AKKERISFESTINGARTENGINU:
Tengdu þig einungis við uppsettan akkerisfestingarpunktinn með
sjálflæsandi smellikrók eða með sjálflæsandi karabínu. Ekki skal nota hnút til að tengja líflínuna við akkerisfestinguna.
Ekki skal setja vef-dragreipið né líflínuna í gegnum slöngvuna (sjá mynd 9). Tryggðu að öll tengi séu að fullu
lokuð og læst. Sjá mynd 10 fyrir það hvernig skal tengja dæmigerðan fallstöðvunar- eða takmarkandi búnað við
akkerisfestingartengið. Þegar notað er dragreipi sem tekur til sín fallorku, skal tengja fallorku „pakka“ við enda
beislisins. Tryggðu að sjálfinndraganlega líflínan sé staðsett þannig að hún hreyfist án vandkvæða. Alltaf skal
vernda líflínu eða dragreipi frá núningi á skörpum brúnum eða annars konar núningi á vinnusvæðinu. Tryggðu að
öll tengi séu samhæf að stærð, lögun og styrkleika. Aldrei skal tengja meira en eitt persónulegt verndarkerfi við eitt
akkerisfestingartengi.
A. (1) Akkerisfesting, (2) Vef-dragreipi, (3) Tengi, (4) SRD.
B. (1) Akkerisfesting, (2) Vef-dragreipi, (3) Dragreipi sem tekur fall.
C. (1) Akkerisfesting, (2) Vef-dragreipi, (3) Dragreipi sem tekur fall, (4) Reipishald, (5) Lóðrétt líflína.
4.0 NOTKUN
;
Byrjendur eða aðilar sem nota festingartengi sjaldan ættu að fara yfir „Öryggisupplýsingar“ í byrjun þessarar
handbókar áður en þeir nota festingartengið.
4.1 SKOÐUN AF HÁLFU STARFSMANNS:
Fyrir hverja notkun skal skoða festingartengið samkvæmt gátlistanum í
Eftirlits- og viðhaldsskrá (tafla 2)
. Ef skoðun leiðir í ljós óörugg skilyrði eða gefur til kynna að festingartengið hafi
orðið fyrir skemmdum eða álags vegna falls verður að taka festingartengið úr notkun og farga því.
4.2 EFTIR FALL:
Öll festingartengi sem hafa orðið fyrir álagi vegna varnar við falli eða hafa ummerki um skemmdir sem
samsvara varni gegn falli samkvæmt því sem tekið er fram í
Uppsetningar- og viðhaldsskrá (tafla 2)
verður að taka úr
notkun samstundis og farga.
4.3 FALLVARNARTAUG FYRIR BRÚNIR:
Tilgreindur búnaður (sjá skýringarmynd 1) er viðurkenndur til notkunar yfir
sléttar stálbrúnir með 0,5 mm (0,02 in.) radíus (r). Svipaðar brúnir eru á: völsuðum stálsniðum, viðarbjálkum eða
klæddum eða ávölum þakriðum. Samt sem áður skal hafa áðurgreind atriði í huga þegar búnaðurinn er notaður í
láréttri eða þverlægri uppsetningu og hætta er á að fall úr hæð yfir brún eigi sér stað:
•
Ef áhættumatið sem gert er áður en vinnan hefst leiðir í ljós að brúnin sé mjög „skörp“ og/eða ekki „fullslétt“
(t.d. ef um ræðir óklætt þakrið, ryðgaðan bita eða steypta brún):
Gera skal viðeigandi varúðarráðstafanir áður en
vinna hefst til að koma í veg fyrir fall fram yfir brún, eða setja upp brúnvörn, eða hafa samband við framleiðanda.
•
Festistaðurinn má eingöngu vera í sömu hæð og brúnin sem fallið getur átt sér stað yfir eða fyrir ofan hana.
•
Horngráða endurbeiningar dragreipisins við brúnina sem fall getur átt sér stað yfir (mælt á milli beggja hliðanna
sem endurbeiningartaugin myndar) á að vera a.m.k. 90 gráður.
•
Til að draga úr hættunni á að fall endi í því að viðkomandi sveiflist til skal takmarka vinnusvæðið eða
hliðarhreyfingu beggja vegna miðássins við 1,50 m í mesta lagi.