96
97
Íslenska
Þakka þér
Takk fyrir að velja rakaeyðir frá Wood.
Þú ert einn af fleiri en 400 000 manns
sem hefur valið Wood rakaeyði til
að koma í veg fyrir skemmdir af
völdum raka og myglu. Wood var
stofnað í Kanada í 1950 og hefur
meira en 60 ára reynslu af þróun og
framleiðslu rakaeyða. Þegar Wood
rakaeyðir er valinn þá færðu hágæða,
afkastamikið tæki sem þurrkar marga
lítra á hverja kWh.
Eiginleikar rakaeyðisins
Wood M10G er rakaeyðir með
pressu. Þegar loftið er dregið í
gegnum rakaeyðinn með viftunni fer
loftið yfir koparspíralana sem eru
kældir með pressunni. Spíralarnir
kæla vatnsgufuna og aðskilja þannig
vatnið frá loftinu.
Vatnið drýpur af spírölunum og rennur
niður gegnum vatnsslönguna. Eftir
verður þurrt loft sem skilað er aftur út
í herbergið. Þegar rakaeyðirinn þéttir
vatnsgufuna myndast hitaorka. Þetta
gerir það að verkum að rakaeyðir með
pressu blæs út heitu lofti sem kemur
að gagni við þurrkun á fatnaði, þvotti,
tré o.s.frv.
Rakaeyðir með pressu er einnig
orkunýtnasti kosturinn til að losna við
umframraka og slæma lykt. Haldið
rakastigi á bilinu 50% til 60% til að
viðhalda öruggu og heilsusamlegu
umhverfi innandyra.
1. Uppsetning og
staðsetning
Rakaeyða frá Wood er auðvelt að
færa til, en hafa ber eftirfarandi í
huga.
• Rakaeyðinn skal ekki staðsetja
nálægt ofnum eða öðrum hitagjöfum
eða í beinu sólarljósi þar sem slíkt
getur haft neikvæð áhrif á afköst
hans.
• Hafið a.m.k. 25 cm fjarlægð frá
veggjum og öðrum hlutum til að
hámarka loftflæðið.
• Bestur árangur næst ef tækinu er
komið fyrir í miðju herberginu.
• Gangið úr skugga um að loftflæðið
frá út- og inntakinu sé óhindrað
Uppsetning:
1. Komið tækinu fyrir á sléttu og
stöðugu yfirborði, helst í miðju
herberginu.
2. Lokið öllum gluggum og loftopum
í herberginu. Annars halda óhreint
loft og raki áfram að flæða inn í
herbergið.
3. Tengið rakaeyðinn við jarðtengda
innstungu.
Ef rakaeyðirinn er fluttur áréttur getur
olía hafa runnið úr pressunni og inn í
lokaða rörakerfið. Í því tilviki skal láta
rakatækið standa í nokkra klukkutíma
fyrir notkun. Það er mjög mikilvægt að
olían fái að renna til baka í pressuna
því annars gæti rakaeyðirinn skemmst
alvarlega.
2. Notkun M10G
Greining rakastigs
Tækið fer aðeins í gang þegar
rakastig umhverfisins fer umfram þau
mörk sem það er stillt á.
Sjálfvirk endurræsing
Ef rafmagn fer af þá heldur tækið
áfram að starfa samkvæmt síðustu
stillingum þegar rafmagnið kemur á
aftur.
Sjálfvirk afísing
Tækið afísar sig sjálfkrafa eftir þörfum
og heldur áfram að vinna þegar
afísingu er lokið.
Við afísingu slokknar á pressunni og
gaumljósið fyrir afísingu lýsir.
Ræsið og stöðvið rakaeyðinn með
því að ýta á ON/Off hnappinn.
Þegar pressan er að vinna lýsir
pressuljósið.
Val á æskilegu rakastigi
Ýtið á örvarnar UP og DOWN til að
velja æskilegt rakastig á bilinu 30%
til 90%. Rakaeyðirinn slekkur á sér
þegar æskilegu rakastigi er náð.
Valið gildi birtist á skjánum í nokkrar
sekúndur. Eftir það sýnir skjárinn
aftur rakastig umhverfisins. Ýtið á
DOWN-örina þar til skjárinn sýnir CO
til þess að rakaeyðirinn vinni stöðugt.
Stöðug virkni (CO) þýðir að tækið
vinnur stöðugt burtséð frá rakastigi
herbergisins.
Þegar umhverfisrakastigið er lægra
en 35% sýnir skjárinn LO. Þegar
umhverfisrakastigið er hærra en 95%
sýnir skjárinn HI.
Athugið: þegar æskilegu rakastigi er
náð, heldur viftan áfram að vinna í
nokkrar mínútur þar til hún slekkur á
sér.
Tímastilling fyrir sjálfvirka stöðvun
Ýtið aftur og aftur á tímahnappinn
til að stilla tímastillinn á sjálfvirka
stöðvun eftir 1 - 24 klukkustundir.
Þegar það hefur verið virkjað lýsir
tímastilliljósið. Valið gildi birtist á
skjánum í nokkrar sekúndur. Eftir
það sýnir skjárinn aftur rakastig
umhverfisins. Ýtið á tímahnappinn þar
til skjárinn sýnir 0 og tímastilliljósið
slokknar. Þegar tímastillirinn hefur
slökkt á tækinu þarf að ýta á
aðalrofann til að endurræsa tækið.
4. Vatnstæming
Þegar vatnsgeymirinn er fullur þá
slokknar sjálfkrafa á rakaeyðinum.
Þegar vatnsgeymirinn hefur verið
tæmdur endurræsist tækið sjálfkrafa.
1. Takið rakaeyðinn úr sambandi.
2. Tæmið vatnsgeyminn.
3. Setjið tóma vatnsgeyminn til baka
og gætið að því að flotið hreyfist
óhindrað.
4. Setjið rakaeyðinn í samband.
Содержание M10G
Страница 1: ...Wood s dehumidifier M10G Users manual ...