![Peltor MT7 H540 Series Скачать руководство пользователя страница 18](http://html.mh-extra.com/html/peltor/mt7-h540-series/mt7-h540-series_manual_1523607018.webp)
6
IS
Peltor Twin Cup™
heyrnartól
MT7*H540*
Peltor Twin Cup
heyrnartól (heyrnarhlífar með inntaki fyrir
hljóðgjafa) með mikilli hljóðdeyfingu til notkunar í mjög
hávaðasömu umhverfi.
Heyrnartólin eru með tvöfaldri
hlífðarkápu til þess að gefa sem allra besta hljóðeinangrun,
einnig gegn hávaða á lágu tíðnisviði.
Lestu þessar leiðbeiningar nákvæmlega svo Peltor-
heyrnartólin nýtist þér sem best.
Staðalgerðir: MT7*H540A og MT7*H540P3E með
hljóðnema tengdum með innstungu.
A) KOSTIR
1a Sérstaklega breið
höfuðspöng
(MT7*H540A) með
mjúkri bólstrun
til að hafa sem best þægindi allan
vinnudaginn.
1b
Hjálmfesting
(MT7*H540P3*)
fyrir allar venjulegar
gerðir hjálma
.
Hjálmur, andlitsvörn og regnvörn frá
Peltor passar á hjálmfestinguna.
2.
Sjálfstætt fjaðrandi spangarþræðir í
ryðfríu
fjaðurstáli
jafna þrýstinginn umhverfis eyrun. Spangarþræðir úr
stáli halda spennunni betur en plastspangir, nær sama
hvert hitastigið er.
3.
Lágt tveggja punkta upphengi
og einföld hæðarstilling
án hluta sem standa út.
4.
Mjúkir og breiðir þéttihringir fylltir með frauði og
vökva
með innibyggðum þrýstijöfnunarrásum þýða
lágan þrýsting, skilvirka þéttingu og bestu fáanlegu
þægindi.
5.
Tvöföld hlífðarkápa
dregur mjög úr endurómstíðnisviðum
kerfisins og gefur jafna deyfingu á öllu tíðnisviðinu
.
6. Tengisnúra
með sveigjanlegri pólýúreþaneinangrun og
samsteyptu tengi.
7. Heyrnartæki
sem gefa mjög góðan hljóm, jafnvel í
hávaðasömu umhverfi.
8.
Rafeindastýrður hljóðnemi
sem deyfir hávaða mjög
vel.
MIKILVÆGAR UPPLÝSINGAR FYRIR NOTENDUR
Nota verður heyrnartólin og halda þeim við í samræmi við
leiðbeiningar í þessum bæklingi.
• Peltor Twin Cup
heyrnartól eru CE-vottaðar heyrnarhlífar.
Bera þarf heyrnarhlífar allan þann tíma sem dvalist er í
hávaðasömu umhverfi
!
Eina leiðin til að vernda sig alveg
gegn heyrnartjóni er að nota virkar heyrnarhlífar allan
tímann.
•
Athugaðu alltaf fyrir notkun hvort heyrnartólin séu stillt
rétt
!
• Besta hávaðadeyfingin næst með því að hafa
hljóðnemann um 3 mm fyrir framan munnvikið. Sjá mynd
B:2.
•
Geymdu heyrnartólin ekki við meiri hita en +55 °C, t.d. í
sól við bílrúðu eða glugga!
•
Þegar heyrnartólin eru notuð getur raki komist í
hljóðdeyfifrauðplastið í hlífunum. Það getur haft
áhrif á rafeindabúnaðinn og valdið bilun. Taktu því
hreinsibúnaðinn af og láttu frauðplastið þorna með því
að koma hlífunum þannig fyrir að loft leiki um þær.
•
Hreinsaðu heyrnartólin reglubundið með tusku og volgu
vatni. ATH! Ekki má dýfa heyrnartólunum í vökva!
•
Þrátt fyrir að um heyrnartól af miklum gæðum sé að
ræða geta þau orðið lakari með tímanum. Því þarf að
rannsaka þau með reglulegu millibili þannig að ekki
myndist sprungur og hljóðleki sem rýra verndina. Við
stöðuga notkun þarf oft að skoða þéttihringina.
•
Viss efnafræðileg efni geta haft slæm áhrif á vöruna.
Nánari upplýsingar má fá hjá Peltor.
UPPSETNING/STILLING
Höfuðspöng
A og F
(MT7*H540A og MT7*H540F)
(B:1)
Dragðu hlífarnar út
. S
ettu heyrnartólin yfir höfuðið
þannig að þéttihringirnir falli mjög vel að
.
(B:2)
Stilltu hlífarnar þannig að þær séu þéttar og þægilegar
á höfðinu.
Þetta er gert með því að draga hlífina upp eða niður um leið
og höfuðspönginni er haldið niðri.
(B:3)
Spöngin á að snúa
beint upp á höfðinu.
Hjálmfesting
(MT7*H540P3E og MT7*H540P3K)
Heyrnartól og heyrnarhlífar frá Peltor passa á flesta
öryggishjálma á markaði. (Sjá yfirlit á Netinu, www.peltor.se)
Hlífarnar eru festar á hjálminn með einföldu taki. Þær eru
yfirleitt afhentar með P3E smellufestingu á en það má
skipta þeim út fyrir Z3K festingar sem fylgja í umbúðunum.
(C:1) Þrýstu spöngunum inn þar til
„smellur” heyrist báðum
megin og þær festast
.
(C:2)
Fyrir notkun þarf að setja hlífarnar í vinnustillingu
þannig að spöngum sé þrýst inn þar til „smellur” heyrist
báðum megin. Gakktu úr skugga um að hlífin og spöngin
liggi ekki að innra byrði hjálmsins eða brún hlífðarhjálmsins
í vinnustillingu þannig að leki geti myndast.
(C:3) Loftræstistilling.
(C:4)
ATH!
Setjið hlífarnar
ekki
á hjálminn ef þær eru rakar
að innan eftir notkun!
TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR
HLJÓÐNEMI MT70
Gerð: Rafeindastýrður hljóðnemi
Tíðnisvið:
70–9 000 Hz ±6 dB
Næmi sem varahljóðnemi:
4 mV / 220 Ω
Viðnám
: 230 Ω
Hávaðadeyfing
: 12 dB vid 1 kHz
HEYRNARTÓL
HTS
Tengiviðnám: 115 Ω (2 x 230 Ω samhliða)
Tíðnisvið
: 125–8 000 Hz ±6 dB
TENGIKAPALL
Lengd: 0,5–1,4 m,
pólýúreþan gormasnúra
Tengi: Peltor J11 (gerð Nexus TP-120)
ÞYNGD
MT72H540F 438 gr, MT7H540F 443 gr
MT72H540P3E 448 gr, MT7H540P3E 453 gr
LÁGMARKS- OG HÁMARKSHITASTIG VIÐ NOTKUN
–30 - +55 stig á Celsius
NOTKUNARTÍMI
/
HLJÓÐMERKI INN
Viðvörun
:
Hljóðstyrkur úr heyrnartækjunum í þessum
heyrnarhlífum getur farið yfir leyft daglegt hámark. Fella
ber því hljóðmerkið í heyrnartólunum að notkunartímanum.
Hljóðmerki inn má ekki fara yfir 323 mV til að valda ekki
tjóni.
Við hærra hljóðmerki ber að draga úr notkunartímanum
í samræmi við töflu
D:1 (x = 323 mV). 323 mV
rafrænt
hljóðmerki inn samsvarar
82 dB(A)
jafngildishljóðstyrk
(meðalgildi plús 1 staðalfrávik af mældum hljóðstyrk. Sjá
töflu
D:2).
Содержание MT7 H540 Series
Страница 1: ...Peltor Twin Cup Headset MT7 H540 CE ...