74
75
Eina leiðin til að vernda sig alveg gegn heyrnartjóni er að nota virkar heyrnarhlífar
allan tímann.
Ef maður er um hríð í umhverfi þar sem hávaði er meiri en 85 dB A-veginn hljóðstyrkur
ber viðkomandi að vernda heyrnina, annars geta heyrnarfrumurnar innst í eyranu orðið
fyrir óbætanlegu tjóni. Hætta er á heyrnartjóni þótt heyrnartækin séu aðeins tekin af í
örskamma stund. Öruggasta ávísunin á að nota ávallt heyrnarhlífar og tryggja sig þan-
nig gegn heyrnartjóni er sú að nota þægilegar heyrnarhlífar sem eru miðaðar við það
hávaðastig sem dvalist er í.
Besta verndin fæst með því að færa hárið frá eyrum þannig að þéttihringirnir falli vel að
höfðinu. Gleraugnaspangir verða að vera eins grannar og mögulegt er og falla þétt að
höfðinu.
VIÐVÖRUN! Á ytri hljóðinngangi er ekki sjálfvirk styrkstilling. Þess vegna þarf að
stilla hljóðstyrk handvirkt á ytri jaðarbúnaði.
VIÐHALD
Hreinsaðu heyrnartólin reglubundið með tusku og volgu vatni.
ATH! Ekki má dýfa heyrnartólunum í vökva
! Ef Lite-Com III fær raka inn í sig ber að
fjarlægja hreinsibúnaðinn og þurrka heyrnartólin vel.
Geymdu heyrnartólin ekki við meiri hita en +55 ºC, t.d. í sól við bílrúðu eða í glugga.
Heyrnartólin (einkum þéttihringirnir) geta orðið lélegri með tímanum. Því þarf að rannsaka
búnaðinn með reglulegu millibili þannig að sprungur og hljóðleki nái ekki að myndast.
Viss efnafræðileg efni geta einnig haft slæm áhrif á vöruna. Nánari upplýsingar fást hjá
Peltor.
Þegar slökknar á rafspennumælinum á skjánum og Lite-Com III gefur merki um lága
rafhlöðuspennu (endurtekin raddskilaboð í fimm mínútur) er komið að því að skipta um
rafhlöður. Eftir 5 mínútur slokknar sjálfvirkt á Lite-Com III tækinu.
Skiptið aldrei um rafhlöður (eða setjið þær í) þegar kveikt er á tækinu. Gætið þess að
rafhlöður séu rétt settar í áður en kveikt er á tækinu.
Endurhlaðanlegar rafhlöður af NiMH-gerð taka að hámarki 1,2 V. Rafspennumælirinn sýnir
því að hámarki 3 jafnvel þótt rafhlöðurnar séu fullhlaðnar.
Það verður að nota heyrnartólin, stilla þau, halda þeim hreinum og annast viðhald
í samræmi við þessar leiðbeiningar
! Sé ekki farið eftir þeim getur það haft slæm áhrif
á deyfingu og virkni.
CE
Peltor Lite-Com III tækið hefur verið prófað og vottað sem heyrnarhlíf í samræmi við
PPE-tilskipunina 89/686/EEC ásamt viðeigandi köflum í Evrópustöðlum EN 352-1og EN
352-3. Vottunarskjalið er gefið út af Finnsku vinnueftirlitsstofnuninni, Topeliuksenkatu 41,
FI-00250 Helsinki, Finland. ID#0403. Mælingar á vöru með hjálmfestingu voru framkvæm-
dar á hlífðarhjálmi G22C frá Peltor.
Lite-Com III hefur einnig verið skoðað og vottað í samræmi við eftirfarandi staðla:
útvarp: ETSI EN 300 296-2, ETSI EN 300 296-1
EMC: ETSI EN 301 489-5, ETSI EN 301 489-1
Rafeindamælingar eru framkvæmdar af SP, það er Sveriges Provnings-
och Forskningsinstitut, Box 857, SE-501 15 Borås, Sverige. ID# 0402.
TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR
Gerðarlýsing
LPD
PMR
Með höfuðspöng:
MT53H7A430B
MT53H7A440B
Með hnakkaspöng:
MT53H7A430B
MT53H7A440B
Með hjálmfestingu fyrir PELTOR
hlífðarhjálm af gerð G22:
MT53H7P3E430B
MT53H7P3E440B
(Bakplata P3K fylgir einnig með til hjálmfestingar fyrir PELTOR hlífðarhjálm af gerð G2000.)
Tíðni:
433,075–434,775 MHz 446,00625–446,09375 MHz
Fjöldi rása:
69
8 (x 38 „sub“-rásir)
Rásarþrep:
25 kHz
12,5 kHz
Skekkja:
Hámark ± 6 kHz
Hámark ± 2,5 kHz
Sendistyrkur:
10 mW ERP
150 / 25 mW ERP
Hve langt nær búnaðurinn:
allt að um 1000 m
allt að um 2000 m
Samskipti:
Simplex
Simplex
Orkunotkun með alkalírafhlöðu
biðstaða og móttaka:
80–100 mA
80–100 mA
Sending:
um 160 mA
um 160 / 250 mA
Notkunarhitastig:
–20 °C til +55 °C
–20 °C til +55 °C
Geymsluhitastig:
–40 °C til +55 °C
–40 °C til +55 °C
Þyngd m/rafhlöðum:
Höfuðspöng (A):
000 g
000 g
Hjálmfesting (P3E):
000 g
000 g
DEYFIGILDI (Mynd E)
1. Tíðni
2. Meðalgildi
3. Staðalfrávik
4. Meðalverndargildi (APV).
VARAHLUTIR OG FYLGIHLUTIR
Hreinsibúnaður HY79
Hreinsibúnaður fyrir heyrnartól sem auðvelt er að skipta um. Um er að ræða tvo rakaklúta
og hraðvirka þéttihringi. Það ber að skipta reglubundið um þá, a.m.k. tvisvar á ári, til að
tryggja jafna deyfingu, gott hreinlæti og þægindi.
Clean – einnota hlífar HY100
Einnota hlífar sem auðvelt er að setja á þéttihringina. Í hverjum pakka eru u.þ.b. 100
pör.
Содержание lite-com iii
Страница 1: ...LPD 433 075 434 775 MHz PMR 446 00625 446 09375 MHz CE Lite Com III ...
Страница 3: ...1 2 5 9 1 3 2 J H 1 3 2 K 3 10 4 6 7 8 ...
Страница 159: ...156 Notes Notes ...