126
FYRSTA NOTKUN (ÁFRAM)
1.
Snúran er geymd í aðaleiningunni. Togið snúruna gætilega út, ef þess er þörf. Settu í
samband við jarðtengda innstungu.
2.
Ýtið á H til að stilla klukkutímann. Klukkutímatölurnar breytast í hvert skipti sem ýtt er.
Einnig má ýta og halda niðri til að breyta tölunum hratt.
3.
Ýtið á
Min
til að stilla mínúturnar.
Til að vista tímann og hætta í uppsetningu á klukku: Ýttu á einhvern annan hnapp eða ekki
ýta á neina hnappa í 10 sekúndur.
SAMSETNING VÖRUNNAR
STILLING Á STYRK KAFFIS
1.
Til að skipta á milli miðlungsstyrks og Bold stillingar: Ýttu á
hnappinn.
ATHUGIÐ:
Miðlungsstyrkur er sjálfgefin stilling.
RÁÐ:
Þegar lítið magn (2-4 bollar) er lagað í einu, er mælt með að nota „Bold stillingu“.
FYLLT Á VATNIÐ FYRIR LÖGUN KAFFIS
RÁÐ:
Lagið 2 könnur af fersku, köldu vatni og hellið því áður en kaffi er lagað í fyrsta skipti í
vélinni.
1.
Hellið fersku vatni í vatnstankinn.
Notið hæðarmerkingarnar. Setjið síðan lokið tryggilega á.
EÐA
Lyftið vatnstankinum gætilega upp. Hellið fersku vatni í vatnstankinn. Setjið vatnstankinn
aftur á réttan stað.
ATHUGIÐ:
Fyllið vatnstankinn einungis með eins miklu vatni og þarf til að laga það magn
af kaffi sem óskað er eftir. Ef 12 bollar af vatni eru settir í tankinn mun kaffivélin laga
12 bolla af kaffi.
2.
Setjið könnuna í kaffivélina. Gætið þess að lok könnunar sé á réttum stað og að kannan
sitji rétt.
SAMSETNING KAFFILÖGUNARHÓLFS
1.
Lyftið lokinu á kaffilögunarhólfinu og takið hólfið úr.
2.
Setjið varanlegu síuna eða pappírssíuna í kaffilögunarhólfið.
RÁÐ:
Einnig er hægt að setja kaffisíuna í og möluðu kaffi bætt í án þess að taka
kaffilögunarhólfið úr kaffivélinni.
3.
Varanleg sía:
Setjið malað kaffi í síuna. Notið „Skömmtunarmælinn“.
Dæmi: Ef þú vilt 8 bolla af kaffi skaltu setja kaffi upp að hæðinni sem sýnir 8 bolla.
EÐA
Pappírssía:
Setjið malað kaffi í síuna. Notið „kaffiskömmtunartöfluna“ aftan á
vatnstankinum sem leiðbeiningar um hversu mikið kaffi þarf að nota. Ekki er nauðsynlegt
að bleyta síuna fyrirfram.
MIKILVÆGT:
Ekki nota báðar síurnar á sama tíma.
Ef báðar síur eru notaðar gæti vatn og kaffi sullast út úr hólfinu.
4.
Setjið hólfið í kaffivélina og látið passa við raufina
5.
Gangið úr skugga um að kaffilögunarhólfið sé lokað að fullu áður en kaffið er lagað.
Содержание 5KCM1209
Страница 196: ... 2022 All rights reserved W11564893A 03 22 ...