
Mikilvægt! Lesið þessar upplýsingar
vandlega. Geymið til að nota síðar.
Aldur
Þessi svefnpoki er ætlaður börnum frá 6 til
18 mánaða (frá 8 kg).
Svona á að nota svefnpokann
Svefnpoki fyrir ungabörn og börn kemur í
stað venjulegs sængurfatnaðar og honum
fylgja kostir fyrir bæði þig og barnið þitt.
Hreyfingar barnsins minnka sem dregur
úr hættu á að það velti sér yfir á magann,
renni undir sæng eða klifri úr rúminu.
Í stað þess að nota teppi eða sæng,
sem venjulega er sparkað burt, veitir
svefnpokinn jafnt hitastig alla nóttina og
þar af leiðandi værari svefn. Svefnpokann
má nota hvar og hvenær sem er - á
ferðalögum eða þegar barnið er tekið upp
til að gefa því að drekka. Barnið er allan
tímann í kunnuglegu umhverfi.
Mikilvægt!
Hæfilegt svefnhitastig fyrir börn er 16-
20°C. Helstu áhrifaþættir á hitastig í
svefnpoka eru loftslag, herbergishiti,
líkamshiti og fatnaður. Barn ætti að vera í
svefngalla eða náttfötum í svefnpokanum,
þar sem honum er ekki ætlað að koma í
stað slíks fatnaðar. Veljið fatnað í samræmi
við umhverfishita. Ekki ætti að nota
svefnpokann með teppi eða sæng. Gætið
þess að láta barnið alltaf sofa á bakinu.
Þessi svefnpoki er frekar hlýr og hentar til
notkunar við almennan herbergishita, um
það bil 16-20°C.
Öryggisupplýsingar
— Notið ekki pokann ef háls barnsins getur
runnið niður um hálsmálið þegar búið er
að festa pokann.
— Notið svefnpokann ekki með teppi eða
sæng - til að barnið ofhitni ekki.
— Haldið fjarri eldi.
— Öryggi barns er í höndum foreldra þess
eða umönnunaraðila. Munið að gæta
reglulega að barninu.
— NOTIÐ EKKI ef einhvern hluta vantar
eða ef pokinn er skemmdur á nokkurn
hátt.
ÍSLENSKA
9
Содержание VANDRING
Страница 1: ...VANDRING Design Ann Cathrine Sigrid Ståhlberg ...
Страница 2: ......
Страница 32: ... Inter IKEA Systems B V 2012 AA 911463 2 Inter IKEA Systems B V 2012 ...