![Halyard ON-Q Select-A-Flow Скачать руководство пользователя страница 52](http://html1.mh-extra.com/html/halyard/on-q-select-a-flow/on-q-select-a-flow_instructions-for-use-manual_3389613052.webp)
50
Mikilvægar Upplýsingar
Vinsamlegast lesið allar leiðbeiningarnar áður
en ON-Q* dælan er notuð. Fylgið vandlega öllum
leiðbeiningum til að tryggja öryggi sjúklingsins
og/eða notandans.
Upplýsingar til notanda
• Stuðningur fæst allan sólarhringinn í síma 800-444-2728
eða +1.949.923.2400 (aðeins á ensku).
• Farið á
www.halyardhealth.com
eða hafið samband við
söluaðila ykkar varðandi nýjustu upplýsingar um vöruna
og tæknilýsingar (aðeins á ensku) sem eiga við um en
takmarkast ekki við:
• ON-Q* með SELECT-A-FLOW*, Tæknilegar upplýsingar
um lyfjaskömmtun
• Notkun ON-Q* dælunnar í nánd við
segulómskoðunarbúnað (Magnetic Resonance)
• Latexofnæmi
• Stöðug dreyping hjá öldrunarsjúklingum
• Notkun ON-Q* dælunnar við skurðaðgerðir á höndum
og fótum Val á magni og rennslishraða
• Hvað er vitað um brjóskleysingar í dag
• Notkun á ON-Q* með blóðgjafarbúnaði eigin blóðs
í aðgerð
• USP 797
• Áhrif geymslutíma á rennslishraða í forfylltum ON-Q*
elastómerískum dælum
• Leiðbeiningar fyrir sjúklinga
Viðvörun
Hægt er að stilla rennslishraðann. Lyfjaskammt
skal byggja á hámarks rennslishraða. Til að draga úr
hugsanlegum neikvæðum áhrifum:
• Lyfjaskammt skal byggja á hámarks
rennslishraða (7 eða 14 ml/klst).
• Magn lyfs á meðferðartíma og lyfjagjafartíma
getur verið breytilegt, allt að 20%. Hafa þarf
þennan breytileika í huga þegar ákvörðun er
tekin um lyfjagjöf.
• Án tillits til fyrirmæla um rennslishraða skal
aðeins fylla á dæluna með lyfjaskammti
sem er hæfilegur til að gefa lyfið á hámarks
rennslishraða.
• Vegna hættu á blóðþurrð er ekki mælt með notkun
á æðaþrengjandi efnum svo sem epínefríni við
stöðugt dreypi á eftirfarandi íkomuleiðum: á
aðgerðarsvæði, við taug og í gegnum húð (að
undanteknu utanbastrými).
• Lyf eða vökva skal gefa í samræmi við leiðeiningar
framleiðanda þeirra. Læknir er ábyrgur fyrir ávísun
lyfs samkvæmt klínísku ástandi sjúklings (s.s.
aldri, líkamsþyngd, sjúkdómsástandi, samtímis
lyfjagjöfum o.s.frv.).
• Engin viðvörun eða hættumerki er gefið þegar
rennsli stöðvast, þess vegna er ekki mælt með því
að gefa lífsnauðsynleg lyf til dreypingar með ON-Q
tækinu ef stöðvun rennslis eða ónógt rennsli getur
valdið alvarlegum skaða eða leitt til dauða.
• Engin vísbending er um stöðu dreypingardælunnar,
því skal gæta varúðar þar sem ofskömmtun lyfs
getur valdið alvarlegum skaða eða leitt til dauða.
• Dreyping verkjalyfja í utanbastrými er takmarkað
við notkun inniliggjandi holleggja sem eru
sérstaklega hannaðir fyrir lyfjagjöf í utanbastrými.
Til þess að koma í veg fyrir dreypingu lyfja sem
ekki eru ábent til notkunar í utanbastrými, skal
ekki nota lyfjagjafarsett í æð með tengjum fyrir
aukaefni. Eindregið er mælt með því að búnaður
sem notaður er til að gefa lyf í utanbastrými sé
greinilega aðskilinn frá öllum öðrum dreypibúnaði.
• Til að koma í veg fyrir fylgikvilla skal nota minnsta
nauðsynlega rennsli, rúmmál og styrk lyfs til að
ná tilætluðum árangri. Þetta á einkum við um
eftirfarandi:
• Forðist ísetningu holleggs í ytri enda útlima (t.d
í fingur, tær, nef, eyru, getnaðarlim o.s.frv.) þar
sem vökvamyndun getur orðið því þetta getur
valdið blóðþurrð eða drepi.
• Forðist ísetningu holleggs í liðamót. Þótt ekki sé
fyrir hendi endanlega staðfest orsakasamband,
benda heimildir til mögulegs sambands á milli
stöðugrar dreypingar í lið (einkum með lyfinu
búpívakaíni) og myndunar brjóskleysingar.
• Forðist þéttar umbúðir sem geta takmarkað
blóðflæði eða dreifingu vökva.
• Það er á ábyrgð heilbrigðisstarfsmanns að tryggja
að sjúklingnum sé kennt að nota búnaðinn rétt.
• Það er á ábyrgð heilbrigðisstarfsmanns að
IS
ON-Q* dæla með SELECT-A-FLOW* stýringu fyrir breytilegan hraða
Leiðbeiningar um notkun
Содержание ON-Q Select-A-Flow
Страница 1: ...PUMP WITH SELECT A FLOW VARIABLE RATE CONTROLLER Instructions for Use...
Страница 2: ......
Страница 4: ...2...
Страница 46: ...44 PVC 2 DEHP DEHP DEHP DEHP PVC 1 Halyard Health...
Страница 94: ...92 2 1 Halyard Health...
Страница 98: ...96 3 5 6 7 4 5 6 6 1 2 SELECT A FLOW SELECT A FLOW 7 8 3 8 3 6 9 9...
Страница 123: ...121 1 DEHP PVC DEHP DEHP DEHP PVC 1 Halyard Health SELECT A FLOW...
Страница 130: ...128 DEHP 2 PVC DEHP DEHP DEHP PVC 1 Halyard Health...
Страница 140: ...138 5 6 7 4 5 6 6 1 2 SELECT A FLOW SELECT A FLOW ml 7 8 3 8 3 ml 6 ml ml 9 9 10 10...
Страница 142: ...140...
Страница 143: ...141...