55
© 2022, Elon Group AB. All rights reserved.
AÐ HELLA UPP Á KAFFI
AÐ STILLA KLUKKUNA OG FORRITA SJÁLFVIRKA
RÆSINGU
(BARA VIÐ UPPÁHELLINGU)
1. Opnaðu lokið á vatnsgeyminum. Fylltu
hann af drykkjarvatni að merkinu á gey-
minum.
2. Settu malað kaffi í nælonsíuna með
mæliskeiðinni. Ein skeið af kaffi gefur einn
bolla af úrvals kaffidrykk. Þú getur þó
auðvitað lagað skammtastærð að eigin
smekk.
3. Settu nælonsíuna ofan í trektina.
4. Settu lokið á vatnsgeyminn. Stingdu tæki-
nu í samband við rafmagn, talan 12:00
birtist.
5. Settu könnuna ofan á hitaplötuna. Gættu
þess að miðja könnunnar standi undir
miðju trektarinnar.
6. Þrýstu á einhvern takka, talan 12:00 birtist.
Veldu viðeigandi bragðstyrk með því að
velja „eina“, „tvær“ eða „þrjár“ kaffibau-
nir þegar þrýst er á „Mode“-hnappinn.
Þrýstu einu sinni á ON/OFF-hnappinn og
rautt gátljós lýsir. Eftir smástund fer vatn
að renna sjálfvirkt í gegn. Athugaðu: Þú
getur fjarlægt könnuna og skenkt í bolla
hvenær sem er en þó ekki lengur en
30 sekúndur í senn svo kaffi flæði ekki yfir.
7. Slökkt er á kaffivélinni með því að þrýsta
á ON/OFF-hnappinn þar til hvorki sést
rauður eða hvítur depill, þá er tækið
komið í biðstöðu.
1. Þrýstu á PROG-hnappinn (Prógram) til að stilla klukkuna og tímastillta ræsingu.
2. Þegar orðið CLOCK birtist, þrýstirðu á HOUR-hnappinn og MIN-hnappinn til að stilla kluk-
kuna á réttan tíma á bilinu 0:00 til 23:59.
3. Þegar orðið TIMER birtist, þrýstirðu á HOUR-hnappinn og MIN-hnappinn til að stilla kluk-
kuna á tímastillta ræsingu á bilinu 0:00 til 23:59.
4. Veldu viðeigandi bragðstyrk með því að velja „eina“, „tvær“ eða „þrjár“ kaffibaunir þegar
þrýst er á Mode-hnappinn.
5. Þrýstu tvisvar á ON/OFF, hvíti depillinn birtist á skjánum og gefur til kynna að tímastillt
ræsing sé virk. Þegar sú stund rennur upp og kaffivélin byrjar að hella upp á, hverfur hvíti
depillinn en rauður depill birtist í hans stað. Tækið byrjar að hella upp á kaffi þegar komið
er að tímastilltu ræsingunni.
6. Slökkt er á kaffivélinni með því að þrýsta á ON/OFF-hnappinn þar til hvorki sést rauður
eða hvítur depill, þá er tækið komið í biðstöðu.
VIÐVÖRUN: Hafa verður eftirlit með kaffivélinni á meðan hún er að hella upp á. Það gæti
þurft að stýra henni handvirkt!
Содержание CKB3900X
Страница 59: ...59 2022 Elon Group AB All rights reserved...