44
IS
1.4 Rétt notkun
•
Einungis skal nota strokkryksuguna til þrifa á venjulegum óhreinindum
á gólfi, teppum og gluggatjöldum.
•
Tækið er eingöngu ætlað til notkunar innanhúss.
•
Þessi ryksuga er ekki hugsuð sem atvinnutæki. Öll önnur notkun er
álitin óviðeigandi og er bönnuð.
Aldrei má nota ryksuguna á:
- hár, fingur og aðra líkamshluta. Þeir geta sogast inn í hann og orðið fyrir
meiðslum.
- fatnað (t.d. skóreimar, hálsklúta o.s.frv.) Þeir geta sogast inn í hann og
valdið meiðslum.
- vatn og aðra vökva, einkum raka úr hreinsiefnum fyrir teppi. Raki inni í
tækinu getur leitt til skammhlaups.
- prentduft (úr leysiprenturum, ljósritum o.s.frv.) Þá er eld- eða
sprengihætta fyrir hendi.
- heita ösku, logandi sígarettur eða eldspýtur. Þá er hætta á íkveikju.
- beitta hluti á borð við glerbrot, nagla o.s.frv. Þannig lagað skemmir síuna.
- gifs, sement, fínt ryk frá borun, farða o.s.frv. Sían getur stíflast og það
valdið skemmdum á tækinu.
•
Ekki nota tækið nálægt eld- eða sprengifimum efnum. Þá er eld- eða
sprengihætta fyrir hendi.
•
Notið ekki tækið utanhúss. Þá er hætta á að rigning og óhreinindi
skemmi tækið.
•
Ekki stinga neins konar hlutum inn um götin á tækið. Þá getur það
ofhitnað.