Öryggi - ÍSLENSKA
77
© 2022, Elon Group AB. All rights reserved.
VIÐVÖRUN!
•
Tengið ekki tækið við rafmagnsinnstungu ef tækið er skemmt. Hafið sambandi við smásöluaðilann þar
sem tækið var keypt.
•
Nota skal sérstaka rafmagnsinnstungu, sem þýðir að ekki skal deila rafmagnsinnstungunni með öðrum
tækjum.
•
Staðsetjið ekki fjöltengi eða færanlega aflgjafa fyrir aftan tækið.
•
Rafmagnstengillinn verður að passa við rafmagnsinnstungu sem er jarðtengd.
•
Notið ekki framlengingarsnúru og lengið ekki rafmagnssnúruna.
•
Þegar tækið hefur verið staðsett er ráðlagt að bíða í a.m.k. fjórar klukkustundir áður en það er tengt við
rafveituna. Með því er olíunni gert kleift að flæða tilbaka í þjöppuna.
•
Ef spennusveiflur á uppsetningarsvæðinu eru meiri en einfasa riðstraumur sem nemur 220~240 V / 50 Hz
skal nota sjálfvirkan AC spennustilli sem er yfir 350 W.
Öryggi við notkun
VIÐVÖRUN!
•
Geymið ekki sprengifim efni í þessu tæki, eins og úðabrúsa sem innihalda eldfimt drifefni.
•
Geymið ekki eldfimt gas eða vökva í tækinu, hætta er á sprengingu.
VIÐVÖRUN!
Haldið logandi kertum, lömpum og öðrum hlutum með opnum eldi fjarri tækinu til að forðast eldhættu.
VIÐVÖRUN!
•
Setjið ekki matvæli eða ílát í frystihólfið með blautar hendur þegar kæli- og frystiskápurinn er í gangi,
sérstaklega ekki málmílát, til að forðast skrámur á húð og frostbruna.
•
Neytið ekki frosinna matvæla, eins og íspinna eða ísmola, beint úr frystinum. Það gæti valdið frostbruna.
VIÐVÖRUN!
•
Haldið loftræstiopum innan í tækinu lausum við hindranir.
•
Notið ekki raftæki innan í geymsluhólfum tækisins fyrir matvæli, nema þau sem framleiðandinn mælir
með.
•
Til að koma í veg fyrir að hlutir detti og valdi meiðslum eða skemmdum á kæli- og frystiskápnum skal ekki
hlaða of miklu í hillurnar og hurðagrindurnar eða setja of mikið í ávaxta- og grænmetisskúffurnar.
VIÐVÖRUN!
Notið tækið ekki án ljósaperuhlífarinnar inni í því.
VARÚÐ!
•
Setjið ekki heita hluti nálægt plastíhlutum tækisins.
•
Setjið ekki matvæli beint við loftúttakið á afturveggnum.
VARÚÐ!
•
Fara ætti nákvæmlega eftir ráðleggingum varðandi geymslu.
•
Pakka þarf matvælum í poka áður en þau eru sett í kæliskápinn. Vökvar verða að vera geymdir í flöskum
eða ílátum með loki til að hindra leka þar sem uppbygging tækisins gerir að verkum að ekki er auðvelt að
þrífa það.
•
Geymið forpökkuð fryst matvæli í samræmi við leiðbeiningar framleiðanda frystu matvælanna.
•
Eftir að fryst matvæli hafa verið þídd niður skal ekki frysta þau aftur.
•
Setjið ekki kolsýrða eða freyðandi drykki í frystihólfið þar sem það skapar þrýsting í ílátinu, sem getur
valdið því að það springi og skemmi tækið.
Содержание CBS4910V
Страница 30: ...30 Bekanta dig med kylen och frysen SVENSKA 2022 Elon Group AB All rights reserved...
Страница 44: ...44 Bli kjent med kombiskapet NORSK 2022 Elon Group AB All rights reserved...
Страница 58: ...58 L r dit k leskab med frostboks at kende DANSK 2022 Elon Group AB All rights reserved...
Страница 72: ...72 J kaappipakastimeen tutustuminen SUOMI 2022 Elon Group AB All rights reserved...
Страница 86: ...86 L ri um k li og frystisk pinn SLENSKA 2022 Elon Group AB All rights reserved...