C H A R B R O I L.E U
Síða 84
TIL EIGIN ÖRYGGIS - ÁÐUR EN GRILLIÐ ER NOTAÐ
V A R Ú Ð
• Lesið allar öryggisyfirlýsingar, samsetningar-
leiðbeiningar og leiðbeiningar um notkun og
umhirðu og fylgið þeim eftir áður en reynt er
að setja grillið saman og nota til matreiðslu.
• Sumir hlutir gætu haft skarpar brúnir. Mælt er
með notkun hlífðarhanska.
• Ekki er hægt að slökkva eld í fitu með því að
loka lokinu. Grill eru vel loftræst vegna öryg-
gisástæðna.
• Notið ekki vatn til að slökkva eld sem kviknaði
í fitu þar sem slíkt gæti leitt til meiðsla. Ef
eldur kviknar í fitu og brennur áfram skal
snúa hnöppum í stöðuna slökkt og skrúfa fyrir
gashylkið.
• Ef grillið er ekki hreinsað reglulega getur
kviknað í fitu og tækið skemmst. Verið á
varðbergi þegar grillið er forhitað eða matar-
leifar brenndar til að tryggja að ekki kvikni
í fitu. Fylgið leiðbeiningum um almenna
hreinsun grilla og hreinsun brennarasam-
stæðu til að koma í veg fyrir að kvikni í fitu.
• Besta leiðin til að koma í veg fyrir að kvikni í
fitu er að hreinsa grillið reglulega.
• Notið hlífðarhanska þegar mjög heitir hlutir
eru meðhöndlaðir.
• Skiljið grillið ekki eftir án eftirlits. Haldið
börnum og gæludýrum ávallt fjarri grillinu.
• Notið ekki vatn til að slökkva eld sem kviknaði
í fitu. Slíkt gæti leitt til meiðsla. Ef eldur
kviknar í fitu skal snúa hnöppum í stöðuna
slökkt (OFF) og skrúfa fyrir gashylkið.
• Skiljið tækið ekki eftir án eftirlits þegar það
er forhitað eða matarleifar eru brenndar í
stöðunni HI. Ef grillið er ekki hreinsað reglu-
lega getur kviknað í fitu og tækið skemmst.
Öryggisráðstafanir við uppsetningu
• Notið grillið aðeins með brennslugasi og
stilli-/lokasamstæðunni sem fylgdi með því.
• Grillið er ekki til notkunar í eða á afþreying-
arökutækjum og/eða bátum.
• Skiljið grillið ekki eftir án eftirlits. Haldið
börnum og gæludýrum ávallt fjarri grillinu.
Kröfur um slöngu
• Notið aðeins samþykkta slöngu sem er vottuð
með viðeigandi EN-staðli og er ekki lengri en
1,5 metrar.
• Fyrir Finnland má lengd slöngunnar ekki vera
meiri en 1,2 metrar.
• Fyrir hverja notkun skal skoða slöngurnar til
að tryggja að þær séu hvorki rifnar né slitnar.
• Tryggið að slangan sé ekki snúin eða beygð.
• Tryggið að slangan snerti engin heit yfirborð
þegar hún er tengd.
• Skiptið skemmdum slöngum út áður en grillið
er notað.
• Skiptið slöngum út samkvæmt kröfum lands-
bundinna reglugerða.
• Komið grillinu þannig fyrir að ekki geti snúist
upp á sveigjanlegu slönguna.
Staðsetning hylkis
Gashylki má setja á jörðina við hliðina á grill-
inu. GASHYLKI MÁ SETJA Á NEÐSTU HILLUNA.
Hámarksþvermál hylkja er 320 mm og 480 mm á
hæð. EF GASHYLKI ERU SETT Á JÖRÐINA SKAL
EKKI SETJA AUKAHYLKI Á NEÐSTU HILLUNA.
Kröfur um stilli
Nauðsynlegt er að nota stilli með þessu grilli.
Notið eingöngu stilli sem er vottaður með
EN16129 (flæðishraði í mesta lagi 1,5 kg/klst.)
og sem er vottaður fyrir landið og það gas sem
tekið er fram í tæknigögnum. Ef spurningar
vakna um réttan stilli og samsvarandi gashylki
sem nota skal með grillinu skal hafa samband
við þjálfaðan, vottaðan gastæknimann. Tækni-
maðurinn skal tryggja að auðkenna gerðarnúmer
gasgrillsins á réttan hátt til að hann geti veitt
rétt fyrirmæli.
Ábendingar um öryggi
• Áður en opnað er fyrir loka gashylkisins skal
athuga þéttleika stillisins.
• Þegar grillið er ekki í notkun skal slökkva á
öllum stjórnhnöppum og gasinu.
• Notið eldhúsáhöld með löngu handfangi og
ofnhanska til að forðast brunasár og skvettur.
Notið hlífðarhanska þegar mjög heitir hlutir
eru meðhöndlaðir.
• Fituskálin (ef til staðar) verður að vera sett
í grillið og tæmd eftir notkun. Fjarlægið ekki
fituskálina fyrr en grillið hefur kólnað til fulls.
• Gætið sérstakrar varúðar þegar lokið er opnað
þar sem heit gufa getur sloppið út.
• Gætið sérstakrar varúðar þegar börn, aldraðir
eða gæludýr eru nálægt grillinu.
• Ef vart verður við fitu eða önnur heit efni
sem dropa úr grillinu á loka, slöngu eða stilli
skal stöðva gasflæði samstundis. Athugið
ástæðuna, leiðréttið og hreinsið svo og skoðið
lokann, slönguna og stillinn áður en grillið er
notað áfram. Framkvæmið lekapróf.
• Haldið loftopum á hylkjastaðnum (grillvagni-
num) opnum og lausum við aðskotahluti.
• Geymið ekki hluti eða efni í grillvagninum
sem gætu hindrað flæði brennslulofts til neðri
hluta stjórnborðsins eða skálar eldhólfsins.
• Aftengið EKKI eða skiptið um gashylki í innan
við 3 metra fjarlægð frá opnum eldi eða
íkveikjuvaldi.
Umhverfisvernd
• Rafgrill eru endurvinnanleg og þeim skal
ekki farga með heimilisrusli! Styðjið okkur
í að vernda náttúruauðlindir og vernda
umhverfið með því að fara með þetta grill á
endurvinnslustöð (ef til staðar).
V A R Ú Ð
Содержание 140881
Страница 117: ...CHARBROIL EU 117 REPLACEMENT PARTS DIAGRAM...
Страница 121: ...CHARBROIL EU 121 ASSEMBLY MONTAGE 3 4 1ST 2ND E x 4 1ST...
Страница 126: ...CHARBROIL EU 126 ASSEMBLY MONTAGE 9 10 K x 4 G x 4 H x 6 I x 6 J x 6 I H J...
Страница 127: ...CHARBROIL EU 127 ASSEMBLY MONTAGE 11 12 H x 1 J x 3 E x 1 F x 2 x2...
Страница 128: ...CHARBROIL EU 128 ASSEMBLY MONTAGE 13...
Страница 132: ...CHARBROIL EU 132 ASSEMBLY MONTAGE 17...
Страница 135: ...CHARBROIL EU 135 ASSEMBLY MONTAGE 21 22...
Страница 146: ...CHARBROIL EU Page 146...
Страница 147: ...CHARBROIL EU Page 147...