is
NOTKUNARLEIÐBEININGAR FYRIR LOMB STÍFAR, LOFTHLEYPNAR LINSUR
Þessum fylgiseðli er ætlað að upplýsa notendur stífra, lofhleypinna Lomb augnlinsa um hvernig skal nota
og þrífa linsurnar.
Þessar notkunarleiðbeiningar eiga við um eftirfarandi vörur:
VÖRUHEITI
EFNI
Boston® ES
Boston® EO
Boston® XO, Quantum II eða ML210
Boston® XO
2
Boston® Equalens™
Quantum® I eða ML92
Optimum Extreme
Boston® Equalens™ II
Hybrid Fluid Surface eða GP Premium
Flúor-silíkonakrýlat:
Enflufocon A
Enflufocon B
Hexafocon A
Hexafocon B
Itafluorofocon A
Siflufocon A
Roflufocon E
Oprifocon A
Hybufocon A
Boston® II
Boston® IV
Silíkonakrýlat:
Itafocon A
Itafocon B
PMMA
Pólýmetýlmetakrýlat
NÁNARI LÝSING OG NOTKUN
Stífar lofthleypnar augnlinsur og PMMA -augnlinsur eru ætlaðar fyrir daglega notkun til að leiðrétta ljósbrotsskekkju
(nærsýni, fjarsýni, sjónskekkju og aldursfjarsýni) hjá augasteinslausum einstaklingum og einstaklingum með augastein sem
ekki þjást af augnsjúkdómum.
Ávísa má linsunum til einstaklinga án annarra augnsjúkdóma sem þurfa stífa augnlinsu vegna óreglulegra
hornhimnuvandamála á borð við glærukeilu, hrörnun í hornhimnu eða í kjölfar ífarandi glærulögunar eða ljósbrotsaðgerðar
(t.d. LASIK).
Boston® XO - og Boston® XO
2
-linsurnar geta einnig hentað við hornhimnumótandi meðferð til að draga tímabundið úr
nærsýni sem nemur allt að 5,00 ljósbrotseiningum hjá einstaklingum sem ekki þjást af augnsjúkdómum.
Boston® EO -linsan getur einnig hentað við hornhimnumótandi meðferð til að draga tímabundið úr nærsýni sem nemur allt
að 3,00 ljósbrotseiningum hjá einstaklingum sem ekki þjást af augnsjúkdómum.
Equalens™ -linsurnar eru ætlaðar til dagnotkunar eða samfelldrar notkunar í 1 til 7 daga milli þess sem þær eru fjarlægðar,
hreinsaðar og sótthreinsaðar í samræmi við fyrirmæli augnlæknisins. Þær eru einnig ætlaðar til samfelldrar notkunar til
að leiðrétta ljósbrotsskekkju (nærsýni og fjarsýni) hjá einstaklingum með augastein sem ekki þjást af augnsjúkdómum í
styrkleikanum frá +12,00 D til -20,00 D.
Quantum II stífar lofthleypnar augnlinsur eru ætlaðar til dagnotkunar eða samfelldrar notkunar í 1 til 7 daga milli þess sem
þær eru fjarlægðar, hreinsaðar og sótthreinsaðar í samræmi við fyrirmæli augnlæknisins, í styrkleika frá +20,00 D til -20,00 D
til dagnotkunar, og frá +12,00 D til -20,00 D til samfelldrar notkunar.
LEIÐBEININGAR UM HVERNIG SKAL SETJA LINSUR Í OG TAKA ÞÆR ÚR
Áður en augnlinsur eru meðhöndlaðar skal þvo og þurrka hendur vandlega og forðast sápur með ilmefnum eða lyfjablandaðar
sápur. Taktu linsuna varlega úr öskjunni. Skoðaðu linsuna fyrir ísetningu og settu hana ekki í ef hún er rispuð eða skemmd.
Settu linsuna í og taktu hana úr eins og augnlæknirinn hefur mælt fyrir um.
UMHIRÐA AUGNLINSA
• Til að viðhalda heilbrigði augnanna er mikilvægt að þvo og sótthreinsa linsur á milli þess sem þær eru notaðar
• Notaðu aðeins hreinsiefni fyrir stífar lofthleypnar augnlinsur og farðu eftir leiðbeiningum framleiðanda
• Notaðu ávallt ferskan linsuvökva sem ekki er útrunninn
• Notaðu ekki annan vökva á borð við krana- eða flöskuvatn eða munnvatn til að hreinsa, geyma eða væta linsur
• Gættu þess ávallt að linsurnar séu alveg á kafi í þeim vökva sem mælt er með þegar þær eru ekki í notkun
• Notaðu aldrei oddhvassa hluti eða neglur til að taka linsur úr ílátum eða augum
• Mundu að þvo linsuöskjuna í hvert sinn sem linsurnar eru hreinsaðar
• Fargið ávallt linsum í lok notkunartímabils í samræmi við fyrirmæli augnlæknisins
• Ef geyma á linsur lengi, skal tryggja að þær séu hreinar og alveg þurrar og geymdar í hreinni linsuöskju án linsuvökva.
Þrífið linsur vandlega áður en þær eru notaðar aftur.
FRÁBENDINGAR
EKKI NOTA STÍFAR LOFTHLEYPNAR AUGNLINSUR og PMMA -augnlinsur ef þú ert með eftirfarandi:
• Ofnæmi, bólgu, sýkingu eða roða í auganu eða kringum augað
• Þurr augu (ófullnægjandi táravökva)
• Slæma heilsu sem hefur áhrif á augun (t.d. kvef og flensu)
• Almenna kvilla sem hafa áhrif á augun
VARNAÐARORÐ, VARÚÐARREGLUR OG AUKAVERKANIR
Ef ráðlögðum notkunarleiðbeiningum og þrifaáætlun frá augnlækni er ekki fylgt getur það aukið hættuna á
alvarlegum augnsýkingum.
Hafðu samband við augnlækninn áður en þú notar augnlinsur við eftirfarandi aðstæður:
• Í vatnsíþróttum
• Í mjög þurru eða rykugu umhverfi
• Samhliða augnlyfjum.
Fjarlægið augnlinsurnar
umsvifalaust
ef vart verður við eftirfarandi:
• Óþægindi (sting, sviða, kláða, ertingu í augum eða annan verk í augum)
• Óeðlilega seytingu eða mikla vökvamyndun í auganu (þar með talin ofnæmisviðbrögð)
• Bólgu (roða, tárubólgu)
• Alvarlegan eða þrálátan þurrk í augum
• Fleiður á glæru
• Skerta sjón eða þokusýn (sjóntruflanir eða breytingar á sjón)
• Regnboga eða ljósbauga umhverfis ljós
• Ljósnæmi
Ef einhver af þessum einkennum eru enn viðvarandi eftir að linsan hefur verið fjarlægð úr auganu, hreinsuð og sett aftur í
augað eða eftir að ný linsa hefur verið sett í augað, skal fjarlægja linsuna og
hafa samband við augnlækninn
. Ef ekkert er
að gert geta þessi einkenni leitt til alvarlegri vandamála.
Augnvandamál, þar á meðal sár á glæru, geta myndast hratt og leitt til sjóntaps (þ.m.t. blindu).
NEYÐARTILVIK
Ef íðefni eða hættuleg efni af einhverju tagi (t.d. hreinlætisvörur til heimilisnota, vökvalausnir fyrir garðyrkju, íðefni fyrir
rannsóknarstofur o.s.frv.) berast í augu skaltu gera eftirfarandi: SKOLA AUGUN SAMSTUNDIS MEÐ KRANAVATNI OG TAKA
LINSURNAR SÍÐAN STRAX ÚR AUGUNUM. HAFA SAMBAND VIÐ AUGNLÆKNI EÐA SLYSADEILD TAFARLAUST.
TILKYNNING ALVARLEGA ATVIKA
Tilkynna skal framleiðanda um allar aukaverkanir eða kvartanir vegna notkunar Lomb augnlinsa. Finna má
staðbundnar upplýsingar á www.bausch.com/contactus
Tilkynna skal alvarleg atvik vegna notkunar Lomb augnlinsa til framleiðanda og viðeigandi lögbærra yfirvalda.
AFHENDING LOMB STÍFRA, LOFTHLEYPINNA LINSA
Hver linsa er afhent ósæfð í linsuöskju úr plasti, þurr eða í linsuvökva (Boston ADVANCE® linsuvökvi). Ef linsan er afhent þurr
skal hreinsa hana og láta hana liggja í linsuvökva fyrir notkun.
INNFLYTJANDI Í ESB
Lomb Netherlands B.V.
Koolhovenlaan 110, 1119 NH Schiphol-Rijk
P.O. Box 75774, 1118 ZX Schiphol
The Netherlands
Bausch & Lomb Incorporated
Cork Road Industrial Estate
Waterford, X91 V383, Ireland
Bausch & Lomb Incorporated
1400 North Goodman Street
Rochester, NY 14609 USA
ORÐALISTI YFIR TÁKN OG SKAMMSTAFANIR
Eftirfarandi kann að koma fram á merkimiðanum:
CE-númer
DIA
Ø
T
Þvermál
BC Grunnsveigja
PWR
F’
v Styrkleiki
ADD Viðbótarstyrkur
®
/TM eru vörumerki Bausch & Lomb Incorporated eða hlutdeildarfélaga þess.
© 2021 Bausch & Lomb Incorporated eða hlutdeildarfélög þess
8106006
Endursk. 2021-02