81
Hafðu hljóðstyrk frá ytri hljóðgjöfum alltaf
eins lágt stilltan og mögulegt er við hverjar
aðstæður og takmarkaðu þann tíma sem
hættulegur hljóðstyrkur, skilgreindur af
vinnuveitanda og viðeigandi reglugerðum,
getur valdið váhrifum. Ef þér finnst eins og
þú heyrir verr, þú heyrir són eða suð í eða
eftir hávaða (byssuskot þar með talin) eða
ef þú hefur einhverja aðra ástæðu til að
ætla að þú glímir við heyrnarvanda, skaltu
umsvifalaust fara í hljóðlátt umhverfi og
hafa samband við lækni og/eða verkstjóra
þinn.
h. Sé ekki farið eftir ofangreindum
kröfum, skerðir það verndareiginleika
heyrnarhlífanna verulega.
EN 352 Öryggisyfirlýsingar:
•
Séu einnota hlífar notaðar getur það haft
áhrif á hljóðfræðilega eiginleika
eyrnahlífanna.
•
Afköst geta minnkað eftir því sem
rafhlöðuhleðsla minnkar. Gera má ráð
fyrir því að rafhlaða í eyrnatöppunum
endist dæmigert í 600 klukkutíma við
samfellda notkun.
•
Ákveðin efnafræðileg efni geta valdið tjóni
á vöru þessari. Nánari upplýsingar má fá
hjá framleiðanda.
•
Þessar heyrnarhlífar eru í stærðinni
stórar. Eyrnahlífar sem uppfylla kröfur
EN 352-1 eru í „millistærð“ eða „lítilli
stærð“ eða „stórri stærð“. Eyrnahlífar í
„millistærð“ henta meirihluta notenda.
Eyrnahlífar í „lítilli stærð“ eða „stórri
stærð“ eru hannaðar fyrir notendur sem
ekki geta notað millistærðina.
•
Tækið hentar ekki fyrir háværan og
samfelldan hljóðstyrk.
•
Ekki má nota snúrutengingu tækisins til
afþreyingarhlustunar þar sem
frálagsstyrkur takmarkast ekki við
nauðsynlegt stig skaðleysis.
•
Frálag hljóðrásar í þessum heyrnarhlífum
getur farið fram yfir dagleg vámörk
hávaða.
2.2. VARÚÐ
•
Sé röng rafhlaða notuð, getur verið hætta
á sprengingu.
•
Notaðu ávallt sértilgreinda 3M varahluti.
Sé notast við aðra varahluti en
upprunalega gæti það dregið úr verndinni
sem varan á að veita.
2.3. ATHUGASEMD
•
Þegar heyrnarhlífar þessar eru notaðar í
samræmi við þessar leiðbeiningar
notenda, draga þær úr váhrifum frá
skyndilegum hávaða, til dæmis
byssuskotum Erfitt er að segja fyrir um þá
heyrnarvernd sem þörf er á eða í raun er
veitt hvað varðar váhrif af skyndilegum
hávaða. Það hefur áhrif á vernd gegn
hávaða frá byssuskotum um hvaða
tegund vopns er að ræða, hve mörgum
skotum er hleypt af, hvaða heyrnarhlífar
eru valdar, hvernig þær passa og eru
notaðar, hvernig um þær er annast og
fleira. Kynntu þér betur heyrnarvernd
gegn skyndilegum hávaða á
www.3M.com.
•
Heyrnartól þessi eru búin styrkstýrðri
hljóðdeyfingu. Notandi ætti að kynna sér
rétta meðferð fyrir notkun. Ef hljóð er
bjagað eða vart verður við bilun ætti
notandi að kynna sér ráð framleiðanda
um viðhald og skipti á rafhlöðu.
•
Á heyrnarhlífunum er innstunga fyrir
öryggistengt hljóðtæki. Notandi ætti að
kynna sér rétta meðferð fyrir notkun. Ef
hljóð er bjagað eða vart verður við bilun
ætti notandi að leita ráða framleiðanda
vegna viðhalds.
•
Hitastig við notkun:
-20°C (-4°F) til 50°C (122°F).
•
Ekki nota saman gamlar og nýjar
rafhlöður.
• Ekki nota saman alkaline, venjulegar
eða hleðslurafhlöður.
•
Farðu eftir reglum á hverjum stað um
förgun fastra efna til að farga rafhlöðum
á ábyrgan hátt.
•
Notaðu eingöngu einnota AAA-rafhlöður.
3. VOTTANIR
3.1. ESB-VOTTANIR
ESB
3M Svenska AB lýsir því hér með yfir að
PPE-gerðar heyrnartólin eru í samræmi
við reglugerð (EU) 2016/425 og aðrar
viðeigandi tilskipanir til að uppfylla kröfur
vegna CE-merkingar.
Persónuhlífarnar er endurskoðaðar
árlega af SGS Fimko Ltd., Takomotie
8, FI-00380 Helsinki, Finnlandi,
vottunarstofu nr. 0598
, og gerðarvottaðar
af Allgemeine Unfallversicherungsanstalt
– Sicherheitstechnische Prüfstelle, Vienna
Twin Towers Wienerbergstrasse 11,
A-1100 Wien, Austurríki, vottunarstofu
nr. 0511.
Varan hefur verið prófuð og
vottuð í samræmi við EN 352-1:2020,
EN 352-4:2020 og EN 352-6:2020.
IS
Содержание Peltor SportTac
Страница 1: ...TM SportTac Headset ...
Страница 2: ...D COMPONENTS D 1 D 10 D 9 D 11 D 7 D 6 D 5 D 4 D 12 D 8 D 3 D 2 ...