39
Votrýmis-ljósabraut
Leiðarvísir fyrir uppsetningu og notkun
Ágæti viðskiptavinur,
við þökkum þér fyrir að kaupa ljós frá okkur. Lesið endilega eftirfarandi leiðarvísi vandlega áður en
ljósið er tekið í notkun og geymið hann á góðum stað þar sem hægt er að fletta upp í honum síðar.
Rétt notkun
Ljós fyrir festingu á vegg eða loft á hefðbundnu yfirborði í þurru eða votu rými. Ekki ætlað til
gegnumtenginga.
Ljósið samrýmist þeim evrópsku CE-tilskipunum sem um það gilda.
Almennar öryggisábendingar
• Geyma skal leiðbeiningabæklinginn og fara eftir honum í öllu!
• Láta skal leiðbeiningabæklinginn fylgja með ljósinu!
• Varan er ekki ætluð til notkunar fyrir börn!
• Takið ekki skaddað ljós í notkun!
• Einungis fagaðilar mega tengja ljósið!
• Taka skal rafmagn af meðan unnið er!
• Slökkva skal á meginöryggi!
• Ekki er hægt að skipta um perur í þessum ljósabúnaði, ef skipta þarf um peru (t.d. þegar hún er
útrunnin) verður að skipta um allan ljósabúnaðinn.
• Horfið aldrei beint í LED-peruna. Ljósrófið sem sent er út getur innihaldið bláan lit.
• Ávallt skal koma búnaðinum a.m.k. 1m frá þeim fletum sem ljósið skín á - sérstaklega verður að
gæta þess að ljósið lýsi ekki beint á rafmagnssnúruna.
• Ávallt skal láta búnaðinn kólna vel og slökkva á rafmagni þegar verið er að þrífa hann og tryggja
að ekki sé hægt að kveikja á rafmagni meðan á vinnslu stendur.
• Má eingöngu staðsetja á sléttu og stöðugu yfirborði.
• Ljósið skal einungis nota með nægilega öruggum 230V~-búnaði.
• Notist ekki í rými þar sem sprengihætta er til staðar (t.d. trésmíðaverkstæði, lökkunarverkstæði
eða álíka).
• Ljósið skal ekki nota nærri brennanlegu efni.
• Ekki skal setja búnaðinn upp nálægt busllaugum, gosbrunnum, tjörnum eða öðrum vötnum.
• Dýfið því ekki ofan í vatn eða annan vökva.
• Ekki stjórna með blautum höndum.
• Þrífið það aldrei með úða né gufuþrýstitæki því þá geta einangrun og þéttingar skemmst.
• Ljósabúnaðinn skal aldrei gera við sjálf(ur). Einungis framleiðandi eða þjónustufulltrúar hans
mega gera við búnaðinn.
IS
ANL_LG06P-06-10_LG06P-06-18_LG06P-12-18_LG06P-12-36L_LG06P-15-24_LG06P-15-45L.indd 39
14.05.2019 15:39:33