33
nota skal búnaðinn þarf að þrýsta stálvírunum inn á við, úr lausri stöðu í notkunarstöðu, þar
til smellur í báðum megin. Vertu viss um að í notkunarstöðu snerti hvorki skálin né vírarnir
innra byrði hjálmsins eða hjálmbrúnina, því að það getur hleypt inn hljóði.
ATH!
Hlífarnar hafa þrjár stillingar: (C:) vinnustillingu, (C:3) loftræstistillingu og (C:)
biðstillingu.
(D) Stilling á hnakkaspöng
(D:1)
Leggðu skálarnar yfir eyrun þannig að þéttihringirnir umlyki þau alveg.
(D:2)
Stilltu af hæð skálanna með hvirfilólinni þannig að þær sitji þétt og þægilega.
(D:3)
Spöngin á að liggja beint yfir höfuðið.
MIKILVÆGT!
Til að fá fulla vörn þarf að ýta frá hárinu kringum eyrun svo að þéttihringirnir
falli þétt að höfðinu. Gleraugnaspangir eiga að vera eins mjóar og hægt er og falla þétt að
höfðinu.
(E) Stilling á höfuðspöng sem fella má saman
(E:1)
Taktu
spöngina í sundur.
(E:2)
Brettu út skálarnar þannig að leiðslunni verði komið fyrir utan á spönginni.
Sveigðu
út eyrnaskálarnar og settu þær yfir eyrun þannig að þéttihringirnir umlyki eyrun og falli þétt
að höfðinu
.
(E:3)
Haltu spönginni að höfðinu og stilltu hæðina á báðum eyrnaskálunum þangað til þær
sitja þétt og þægilega.
(E:4)
Spöngin á að liggja beint yfir höfuðið.
MIKILVÆGT!
Til að fá fulla vörn þarf að ýta frá hárinu kringum eyrun svo að þéttihringirnir
falli þétt að höfðinu. Gleraugnaspangir eiga að vera eins mjóar og hægt er og falla þétt að
höfðinu.
(F) Að fella saman höfuðspöng
(F:1)
Þrýstu hlífunum alveg saman.
(F:2)
Felldu spöngina saman. Gættu þess að engin felling sé á þéttihringjunum
og að þeir
liggi sléttir saman.
(G) Geymsla í röku umhverfi
Þegar heyrnarhlífarnar eru í geymslu getur komist raki í þéttihringina en það getur haft slæm
áhrif á rafbúnaðinn og valdið bilun.
Hjálmfesting:
(G:1)
Fjarlægðu hreinlætishlífina og láttu frauðið þorna með því að setja hlífarnar þannig
upp að loft nái að leika um þær.
(G:2)
Geymdu ekki heyrnarhlífarnar þannig að þær liggi þétt að hjálmi.
Höfuðspöng sem hægt er að fella saman:
(G:3)
Opnaðu hlífarnar þannig að deyfipúðar og rafbúnaður geti þornað.
MIKILVÆGAR UPPLÝSINGAR FYRIR NOTENDUR
Höfuðtólin þarf að setja upp, stilla þau, hreinsa og halda þeim við samkvæmt leiðbeiningum
leiðarvísisins.
• Til að fá fulla vernd verður þú að nota heyrnarhlífarnar allan þann tíma sem þú ert í hávaða
(00 % notkun).
Eina örugga vörnin gegn heyrnarskaða er að nota virka heyrnarhlíf allan þann tíma sem
verið er í hávaða.
Sá sem er í hávaða umfram 85 dB A-veginn hljóðstyrk á að nota heyrnarhlífar, því að an
-
nars er hætt við skemmdum á heyrnarfrumum innst í eyranu sem aldrei verða bættar. Það
er sama hve stuttan tíma maður er óvarinn, heyrnin getur samt orðið fyrir tjóni. Þægilegar
heyrnarhlífar, hæfilegar fyrir þann hávaða sem maður býr við, eru besta trygging þess að
heyrnarvernd sé notuð samfellt til að veita örugga vörn gegn heyrnarskaða.
• Hreinsaðu ytra borð tækisins reglubundið með sápu og volgu vatni
ATH!
Því má ekki dýfa niður í vökva.
•
Geymdu ekki tækið þar sem hiti fer yfir +55 °C, t.d. við bílrúðu eða í gluggakistu.
•
Heyrnarhlífarnar, og þá einkum þéttihringina, þarf að skoða með jöfnu millibili til að fyrir
-
byggja sprungur og aðrar bilanir sem leiða af langvinni notkun.
•
Sum kemísk efni geta haft óheppileg áhrif á tækið. Nánari upplýsingar má fá hjá
Peltor.
ATH!
Sé ekki farið eftir þessum fyrirmælum getur það dregið úr hljóðdeyfingu og spillt
verkun tækisins.