70
71
PELTOR Lite-Com III
Höfuðtól með þráðlausu talkerfi
Með Peltor Lite-Com III geta tveir menn eða fleiri haft öruggt og gott þráðlaust talsam-
band, jafnvel í umhverfi þar sem hávaði er. Peltor Lite-Com III hefur þann stóra kost að
vera þægilegt í notkun. Lite-Com III er líka hljóðstyrksháð heyrnarhlíf og heldur hávaða
frá umhverfinu innan óskaðlegra marka. Þannig stuðla höfuðtólin að öryggi og betri vist
á vinnustað. Lestu þennan leiðarvísi vandlega svo Peltor-höfuðtólin nýtist þér eins vel
og mögulegt er.
EIGINLEIKAR
• Höfuðtól með þráðlausu talkerfi.
LPD með 69 rásum. 10 mW sendiorka þýðir að tækið dregur allt að 1 km undir berum
himni við eðlilegar aðstæður.
PMR með 8 rásum. 25/150 mW sendiorka þýðir að tækið dregur allt að 2 km undir berum
himni við eðlilegar aðstæður.
• Virk heyrnarhlíf sem skilar umhverfishljóðum með víðómi en takmarkar hljóðstyrkinn til
verndar gegn skaðlegum hávaða.
• Hægt er að hlusta samtímis á bæði Lite-Com sendinn og umhverfishljóð.
• Einnig má nota tækið sem höfuðtól fyrir annars konar samskiptabúnað með jaðartengi.
• Tækið slekkur sjálft á sér 2 tímum eftir að síðast var þrýst á hnapp eða sending eða mót-
taka átti sér stað. Raddskilaboð eru endurtekin í fimm mínútur um að rafhlöðuspenna
sé orðin lág. Að því búnu slökknar á Lite-Com III.
• Rafrásin er varin fyrir rangskautun þótt rafhlöðurnar séu settar öfugar í.
• Valin stilling er staðfest með raddboðum eða hljóðmerki og sýnt á skjá. Tækið vistar
síðustu stillingarnar.
KOSTIR
H:1 Sérlega breið höfuðspöng
(MT53H7A****) bólstruð með mjúku svo þægilegt sé
að bera tækið langan vinnudag.
Aðhæfðar hjálmfestingar
. (MT53P3E****) með
festingum fyrir andlitshlíf og regnskjól.
H:2 Sjálfstæður fjaðrabúnaður
úr ryðfríu fjaðurstáli sem tryggir jafnan þrýsting allt í
kring um eyrun. Spengur með stálvírum halda spennu sinni betur en plastspangir
við mjög mismunandi hitastig.
H:3 Tveir lágir festipunktar
og einföld hæðarstilling þar sem ekkert skagar út úr.
H:4 Mjúkir og breiðir þéttihringir með svampi og vökva
og rásum til þrýstingsjöfnunar
svo að þeir liggi létt, falli vel að og séu sem þægilegastir.
H:5 Sveigjanlegt loftnet
sem situr lágt en gefur afar næma móttöku.
H:6 Innstunga
fyrir tengingu við annan búnað, svo sem annað þráðlaust talkerfi, farsíma,
vasadiskó o.s.frv.
H:7 Rafhlöðulok
sem gerir að auðvelt er að skipta um rafhlöður. (Tækinu fylgja tvær
1,5-volta alkalírafhlöður af stærðinni AA.)
H:8 Hljóðnemar
nema umhverfishljóð sem heyrast í tækinu það lágt að þau eru óskað-
leg.
H:9 Talnemi sem deyfir umhverfishávaða
svo talið heyrist skýrt. „Quick Positioning“
stilling til að snúa honum auðveldlega í rétta stöðu.
H:10 Hnappaborð
sem gerir að auðvelt er og þægilegt að stilla Lite-Com III tækið.
STILLINGAR / HNAPPAR
A:1 ON/OFF
Kveikt og slökkt á Lite-Com III
A:2 UP (+)
Eykur styrk valinnar aðgerðar.
DOWN (–)
Dregur úr styrk valinnar aðgerðar.
A:3 MODE
Aðgerðahnappur til að velja á milli aðgerða í valmynd. Valin aðgerð
kemur fram á skjá og er staðfest með raddskilaboðum.
A:4 SET
Til að velja og vista fjóra flýtivalsmöguleika.
A:5 PTT
Talhnappur fyrir sendingar með Lite-Com III.
A:6 PTT AUX
Talhnappur til að stýra ytri búnaði sem tengdur er við tækið.
SKJÁR
Þegar kveikt á er á tækinu með
ON/OFF
hnapp sýnir skjárinn virka rás, hljóðstyrk, raf-
hlöðuspennu o.s.frv.
(Mynd B)
.
Þegar öðrum stillingum er breytt sést nýja staðan minna en 10 sek eftir að
síðast var þrýst á hnapp.
B:1 SUR
Umhverfishljóð.
B:2 VOL
Samskiptabúnaður.
B:3 CH
Rásaval.
B:4 VOX
Raddstýrð sending.
B:5 SQ
Truflanasía.
B:6 SUB
Tónvalkvæð sending og móttaka.
B:7 PWR
Styrkur út.
B:8 Styrkmælir
Kvarði sem sýnir virka stillingu fyrir viðkomandi aðgerð. Brotin lína = 0 (Frá)
B:9 Rafhlöðumálir
Kvarði sem sýnir rafhlöðuspennu á hverjum tíma.
B:10 Rás
Sýnir hvaða rás er virk (eða „sub“-rás við þá stillingu).
B:11 „SUB“-rás
Sýnir að tónvalkvæð sending og móttaka er virk.
B:12 M1–M4
Sýnir virkt flýtival.
LEIÐBEININGAR UM NOTKUN
ON/OFF (Af/Á)
Kveikt er á eða slökkt á Lite-Com III tækinu með því að þrýsta á
ON/OFF
hnappinn og
halda honum inni í um það bil 2 sek. Hljóðmerki staðfestir að kveikt hafi verið eða slökkt
á Lite-Com III tækinu.
SURROUND (hljóðstyrkur umhverfishljóða)
Þegar Lite-Com III er notað sem heyrnarhlíf eru styrkleikatakkarnir
UP (+)
eða
DOWN (–)
notaðir til að stilla styrk umhverfishljóðanna. Breytt stilling er staðfest með raddboðum og á
skjánum. Hægt er að slökkva alveg á umhverfishljóðum. Þá er lækkað í styrkleikastillinum
DOWN (–)
niður í lægstu stöðu og honum haldið áfram inni í tvær sekúndur. Hljóðmerki