64
ÖRYGGISUPPLÝSINGAR
• Hreinsa skal hitanemann áður en hann er notaður í fyrsta sinn og síðan eftir
hverja notkun
• Taka skal plasthettuna af enda hitanemans áður en hann er notaður
• Eingöngu málmhitaneminn og leiðslan mega vera í háu hitastigi, þó ekki hærra
en 300 °C/572 ºF (hám. klukkustund við 300 °C/572 ºF)
• Leiðslan má ekki vera í beinni snertingu við eld eða hitaelement í grillinu sem
kveikt er á
• Plastumgjörðin með rafhlöðunni má hvorki vera í hita né beinu sólarljósi
• Ekki má beygja málmhitanemann
• Haldið tækinu frá börnum
• Ekki má taka um málmhluta með berum höndum meðan á notkun stendur eða
að lokinni notkun (hætta er á að brenna sig)
• Ekki má setja tækið í uppþvottavél
• Verjið plastumgjörðina fyrir vatni, raka og kulda
• Ekki má taka tækið í sundur
FÖRGUN
Ekki má fleygja vörunni með venjulegu heimilissorpi. Sem neytandi er þér skylt
að skila úr sér gengnum raftækjum til söfnunarstöðva svo hægt sé að farga
þeim með viðeigandi hætti. Söluaðilum, framleiðendum og innflutningsaðilum
er jafnframt skylt að taka við úr sér gengnum raftækjum, sem þeir hafa selt, án
endurgjalds. Endurvinnsla raftækja dregur úr ágangi á náttúruauðlindir og verndar
heilsu fólks og umhverfið. Frekari upplýsingar um söfnunarstöðvar, förgun og
endurvinnslu raftækja má nálgast hjá Umhverfisstofnun, förgunaraðila á staðnum,
söluaðila eða framleiðanda tækisins.
is