
17
3. Þá getur þú LOKAÐ öllum gluggum með persónum eða hlutum sem þú veist nú að eru
EKKI persóna eða hlutur andstæðingsins (þ.e. eru með húfu eða hatt).
Hvernig er best að geta upp á persónu andstæðingsins:
Þegar þú telur þig vita hvaða persónu eða hlut andstæðingurinn valdi notar þú næstu um-
ferðina þína til að ná í og sýna þá persónu eða þann hlut sem þú heldur að sé réttur.
Ef þú hefur rétt fyrir þér sigrar þú! Ef ágiskunin er röng skal setja persónuna eða hlutinn
aftur í rammann og loka glugganum. Og þá á andstæðingurinn leik á ný.
Að vinna leikinn
Sá leikmaður sem giskar rétt á leynipersónuna eða leynihlutinn hjá andstæðingnum sigrar
og þá er leiknum lokið.
Þá er hægt að velja sér nýja persónu eða hlut og taka annan leik! Það er hægt að nota
grænu pinnana sem fylgja með til að fylgjast með stigatölunni.