14
Eiginleikar hleðslutækisins
— Hleður og geymir 1 til 8 stykki af HR6/
AA og/eða 1 til 8 stykki af HR03/AAA
endurhlaðanlegum rafhlöðum.
— 8 hleðslurásir.
— Hleðsla er stöðvuð með sérstökum neikvæðum
delta eða núll-delta spennuskynjurum (-dV/dT
eða 0dV/dT).
— Öryggi með sérstökum öryggisstimpli og
hitaskynjara.
— Eftir að rafhlöðurnar hafa hlaðist að fullu
skiptir hleðslutækið yfir í sk. hleðsluseytl sem
gerir kleift að geyma rafhlöðurnar áfram í
hleðslutækinu.
— Greining á óhlaðanlegum og skemmdum
rafhlöðum.
— Hleðslustaða sýnd með LED-ljósi.
Notkunarleiðbeiningar
— Tengið rafmagnssnúruna sem fylgir við
hleðslutæki og stingið því í samband.
— Setjið rafhlöðurnar inn í hleðsluhólfin eins og
skautmerkin segja til um (+/-), sjá mynd 1.
— Staða LED-ljóssins:
Hvítt LED-ljós blikkar: Hleðsla er í gangi
Hvítt LED-ljós lýsir: Hleðslu lokið
Rautt LED-ljós blikkar: Villa
— Rauða LED-ljósið blikkar ef venjulegum
óhlaðanlegum rafhlöðum eða skemmdum
rafhlöðum hefur verið komið í hleðslutækinu
fyrir mistök.
Gott að vita
— Glænýjar rafhlöður þurfa 2 til 3 sinnum lengri
hleðslutíma og notkunarskipti svo að afköst
þeirra nái hámarki.
ÍSLENSKA
Þetta tæki mega börn nota frá 8 ára aldri og einnig
aðilar með skerta líkamlega hæfni, skynjun eða geðslag
eða sem skortir reynslu eða þekkingu ef viðkomandi
hefur fengið kennslu eða leiðbeiningar um hvernig nota
skal tækið á öruggan hátt og skilji þær hættur sem
fylgja notkun þess. Börn mega ekki leika sér með tækið.
Börn mega ekki hreinsa eða framkvæma viðhald á
tækinu án þess að vera undir eftirliti.