20
MIKILVÆGT:
STARKVIND lofthreinsitæki er hægt að nota sem
sjálfstætt tæki, en virkar einnig með TRÅDFRI-
gáttinni og IKEA Home snjallforritinu.
FLÝTILEIÐBEININGAR
Ef þú ert með IOS-tæki:
Farið í App Store og sækið IKEA Home snjallforritið.
Forritið mun leiðbeina þér hvernig eigi að bæta
STARKVIND lofthreinsitækinu við TRÅDFRI-gáttina.
Ef þú ert með Android-tæki:
Farið í Google Play og sækið IKEA Home
snjallforritið. Forritið mun leiðbeina þér hvernig eigi
að bæta STARKVIND lofthreinsitækinu við TRÅDFRI-
gáttina.
Pörun:
Bætir STARKVIND lofthreinsitækinu við
TRÅDFRI-gáttina þína.
STARKVIND lofthreinsitæki:
Þú finnur pörunarhnappinn með því að fjarlægja
framhliðina.
• Styrkbil á milli gáttarinnar og móttökubúnaðar er
mælt í opnu rými.
• Mismunandi byggingarefni og staðsetningar
einingarinnar geta haft áhrif á svið þráðlausrar
tengingar.
• Ef forritið getur ekki tengt lofthreinsitækið þitt við
gáttina skaltu reyna að færa lofthreinsitækið nær
gáttinni þinni.
Hraðastýring viftunnar
Hægt er að stjórna viftuhraða á bilinu 1 til 5 og
sjálfvirkrar stillingar.
Sjálfvirk stilling
Í sjálfvirkri stillingu velur varan viftuhraða í
samræmi við loftgæði.
Loftgæðaskynjarinn er virkur og mælir PM 2,5 agnir
þegar lofthreinsitækið er í gangi.
Aðeins í IKEA Home snjallforritinu.
Vísar fyrir loftgæði (PM 2,5):
Grænt:
0-35 / Gott
Gult:
36-85 / Allt í lagi
Rautt:
86- / Ekki gott
• Hitastig við notkun: 0°C til 40°C.
• Raki við notkun: 10 til 60% RH
(Ráðlagður raki við notkun: 40-60% RH)
Þegar STARKVIND lofthreinsitæki er tengt
við rafmagn í fyrsta skipti lýsast LED-ljósin á
stjórnborðinu upp í röð. Þegar LED-ljósin hætta að
lýsast er varan tilbúin til notkunar.
Ýtið á stjórnhnappinn til að setja vöruna í sjálfvirkan
stillingu eða snúið á æskilegt stig. Ýtið aftur á
hnappinn til að slökkva á vörunni.
Til að virkja stjórnlæsinguna skal ýta lengi
á hnappinn. Einnig er hægt að stjórna því í
snjallforritinu IKEA Home.
Leiðbeiningar um umhirðu
Takið vöruna úr sambandi áður en hún er þrifin.
Strjúkið af tækinu með mjúkum og rökum klút.
Notið annan mjúkan og þurran klút til að þurrka.
Ryksugið forsíuna reglulega.
Athugið!
Notið aldrei slípiefni eða leysiefni þar sem slíkt
getur skemmt vöruna.
Loftgæðaskynjarinn þrifinn
Ryksugið loftgæðaskynjarann reglulega.
Skipt um síu
Þegar skipt er um síu er nauðsynlegt að notandinn
geri það á eftirfarandi hátt:
Eitt lýsandi LED-ljós á stjórnborðinu gefur til kynna
að athuga þurfi síurnar.
AUTO
1
2
3
4
5
Viðvörun!
Aftengja verður rafmagnssnúruna áður en skipt er
um síu!
1. Aftengið rafmagnið og bíðið þar til viftan hefur
stöðvast.
2. Fjarlægið forsíuna og ryksugið hana eða hreinsið
með vatni eftir því hversu óhrein hún er.
3. Fjarlægið síur og meðhöndlið notaðar síur með
gát. Fargið síunum í samræmi við staðbundnar
umhverfisreglur um förgun úrgangs.
4. Hreinsið að innan, fjarlægið allt ryk og óhreinindi.
5. Setjið nýju síurnar í. (Snertið aðeins
rammagassíunnar).
6. Tengið rafmagnssnúruna aftur.