ÍSLENSKA
14
Eiginleikar
— Hleður Qi-samtengjanleg tæki þráðlaust.
— Stenst Qi v1,2 forskrift.
— Vaktar hitastig og orku í öryggisskyni.
— LED stöðuvísir.
Notkunarleiðbeiningar
— Tengdu hleðslusnúruna við straumbreytinn
og settu í samband við vegginnstungu.
— Legðu tækið, sem á að hlaða, ofan á
plúsmerkið (+) á hleðslu-tækinu fyrir
þráðlausa hleðslu. Tækið verður að liggja
beint ofan á plúsmerkinu (+) á hleðslutækinu
til að hleðslan haldist virk. Athugið að það
gæti þurft að virkja þráðlausa hleðslu í
stillingar á sumum tækjum.
— Ef rafhlaðan er alveg tóm, gæti tekið fáeinar
mínútur áður en hleðsla hefst. Það er eðlilegt.
Þegar rafhlöðutáknið birtist á símanum er
hleðsla hafin.
LED vísir (sjá myndir):
1. Kveikt: LED ljósið logar í 3 sekúndur.
2. Hleður: LED ljósið logar.
3. Hleðslu lokið: LED ljósið er slökkt.
4. Villa: LED ljósið blikkar.
Gott að vita
— Tæki gætu hitnað á meðan hleðslu stendur.
Þetta er eðlilegt og þau kólna aftur smám
saman þegar þau hafa náð fullri hleðslu.
— Hleðslutími getur verið breytilegur miðað
við rúmtak rafhlöðunnar, stig hleðslu, aldur
rafhlöðunnar og hitastig umhverfis.
— Geymsluhitastig hleðslutækis: -20°C til 25°C.
— Notkunarhitastig hleðslutækis: 0°C til 40°C.
Taktu hleðslutækið úr sambandi áður en það er
þrifið og þegar það er ekki í notkun.
Til að þrífa hleðslutækið, strjúkið af með rökum
klút. Sökkvið hleðslutækinu aldrei ofan í vatn.
Ráðlagðar varúðarráðstafanir og tæknilegar
upplýsingar.
Sjá bakhlið hleðslutækis.
Geymið leiðbeiningarnar fyrir frekari
notkun.
Summary of Contents for E1521
Page 1: ...RÄLLEN ...
Page 2: ...3 sec 1 2 3 4 ...