9
ÍSLENSKA
Mikilvægt!
Ef glerlok er á pottinum/pönnunni þarf að
fara varlega þegar hnúðurinn er skrúfaður á
það. Herðið ekki of fast því þá getur glerið
brotnað.
Meðhöndlun og þrif
─ Þvoið, skolið og þurrkið vandlega áður
en pottarnir eru notaðir í fyrsta skipti.
─ Pottana má setja í uppþvottavél. Til að
forðast för eftir kalkleifar í vatninu þarf
að þurrka vandlega strax eftir þvott.
Bletti og för má fjarlægja með því að
leggja í bleyti í volgt vatn með örlitlu
ediki.
─ Saltbletti innan í pottunum má forðast
með því að salta ekki matinn fyrr en eftir
að suðan hefur komið upp.
─ Notið ekki stálull eða annað sem getur
rispað yfirborðið.
─ Botninn er örlítið kúptur þegar hann
er kaldur en þenst og flest út þegar
hann hitnar. Leyfið pottum og pönnum
alltaf að kólna áður en þrifið er. Þá nær
botninn aftur sinni fyrri lögun og verður
síður ójafn með tímanum.
Gott að vita
─ Þessir pottar henta á hvaða hellur sem
er.
─ Þú getur sparað orku með því að nota
alltaf hellu sem er jafnstór eða minni en
botn pottsins/pönnunnar að þvermáli.
─ Lyftið alltaf pottinum/pönnunni upp
þegar hún er færð til á keramikhelluborði
til að forðast rispur.
─ Athugið að pottar og pönnur hitna við
notkun. Notið alltaf pottaleppa.
─ Gætið þess að aldrei þurrsjóði í
pottunum þar sem botninn skekkist við
of mikinn hita.
─ Varan er aðeins ætluð til matargerðar,
ekki til að geyma matvæli. Matur sem
geymdur er í pottunum í lengri tíma
getur haft áhrif á yfirborðið og tekið í sig
málmbragð.
─ Haldfangið getur skemmst í loganum
þegar eldað er á gashellum.
─ Ef haldfang eða hnúðar virðast laus þarf
að herða skrúfurnar með skrúfjárni. Farið
gætilega þegar hnúðurinn er skrúfaður á
lokið. Herðið skrúfuna ekki of mikið þar
sem það getur orðið til þess að glerið
brotnar.
Summary of Contents for ANNONS
Page 1: ...ANNONS...
Page 2: ......
Page 24: ...24 www ikea com...
Page 26: ...26 www ikea com...
Page 27: ...27 www ikea ru...
Page 28: ...28 IKEA www ikea com...
Page 32: ...Inter IKEA Systems B V 2018 AA 2096909 1 32 www ikea com...