36
CMB3504X
IS
KVÖRN
• Settu mótoreininguna (6) á slétt undirlag.
• Settu kvarnarílátið (10) á slétt undirlag og láttu opna endann snúa upp. Fylltu
kvarnarílátið (10) með þeim hráefnum sem þú vilt mala (til dæmis baunum,
kaffibaunum o.s.frv.). Ekki fylla á það umfram 50 ml hámarks magnið.
• Festu grunneininguna fyrir ílátið (11) á opna enda ílátsins og snúðu henni rangsælis.
• Snúðu núna samsetta kvarnarílátinu á hvolf.
• Á samsetta kvarnarílátinu er ör sem á að vera í beinni línu við örina á mótoreiningunni
(6). Snúðu réttsælis til að læsa saman.
• Maukaðu saman þar til þéttleikinn er orðinn eins og óskað er eftir.
• Fjarlægðu kvarnarílátið með því að snúa því rangsælis.
• Haltu ílátinu beinu með einni hönd og losaðu grunneininguna með því að snúa henni
réttsælis.
ÞRIF OG VIÐHALD
Sjálfvirka hreinsunaraðferðin hreinsar blandarann og hnífaeininguna á hraðvirkan,
einfaldan og öruggan hátt.
• Eftir notkun: Festu könnuna (eða brúsann) og helltu smávegis af heitu vatni í hana.
Haltu hraðastillingunni í stöðu P (púlsstilling) í nokkrar sekúndur til að fjarlægja
matarafganga. Fjarlægðu síðan könnuna (eða brúsann) af mótoreiningunni (6) og
þvoðu hana undir rennandi vatni.
• Þurrkaðu mótoreininguna (6) að utanverðu með rökum klút, ekki skal nota hreinsiefni
eða hreinsivörur sem innihalda svarfefni. Ekki dýfa tækinu ofan í vatn eða annan
vökva þegar þú ert að þrífa það.
• Blandarakannan (4), ferðabrúsinn (8) og kvarnarílátið þola þvott í uppþvottavél með
hámarks hitastigi upp á 60°C.
• Það á ekki að þvo hnífana sem snúast í uppþvottavél.
• Þurrkaðu alla íhlutina og settu þá síðan aftur saman.
ATH!
Farðu varlega þegar þú þrífur hnífana (þeir eru mjög beittir).
FÖRGUN Á NOTAÐRI VÖRU
Samkvæmt lögum skal losa sig við rafmagns- og rafeindatæki á
endurvinnslustöðum og sérstakir hlutar skulu endurunnir. Rafmagns- og
rafeindatæki sem merkt eru með endurvinnslumerkjum verður að fara með á
endurvinnslustöðvar viðeigandi sveitarfélags.
TÆKNILÝSING
Gerð: CMB3504X
Spenna: 220–240 V 50/60 Hz 450 W
Summary of Contents for CMB3504X
Page 7: ...7 CMB3504X SE...
Page 13: ...13 CMB3504X GB...
Page 19: ...19 CMB3504X NO...
Page 25: ...25 CMB3504X DK...
Page 31: ...31 CMB3504X FI...
Page 37: ...37 CMB3504X IS...