IS
IS
64
VIÐVÖRUN! Ekki geyma efni í tækinu
sem geta skapað sprengihættu, eins
og úðabrúsar sem innihalda eldfiman
aflgjafa.
Viðvörun! Hafi rafmagnssnúran
skemmst skal skipt um hana af
framleiðanda, þjónustufulltrúa
framleiðanda eða öðrum til þess
bærum einstaklingum (skemmd
rafmagnsleiðsla er hættuleg).
VIÐVÖRUN! Sjáðu til þess að engin
fyrirstaða sé fyrir loftopum tækisins,
hvort sem um er að ræða loftop inni í
eða á utanverðu tækinu.
VIÐVÖRUN! Ekki nota nein verkfæri
eða aðrar leiðir til að hraða fyrir
afþíðingu, annað en það sem
framleiðandinn ráðleggur að nota.
VIÐVÖRUN! Ekki skemma kælirásina.
VIÐVÖRUN! Ekki nota nein raftæki
inni í matgeymsluhólfum tækisins,
nema þau séu af gerð sem
framleiðandi tækisins mælir með.
VIÐVÖRUN! Kæliefni og
einangrunarfrauð eru eldfim. Þegar
tækinu er fargað skal það eingöngu
gert á viðurkenndri sorpstöð. Ekki
staðsetja tækið nálægt eldi.
Kæliefni
Ísóbúten kæliefni (R600a) er notað í
kælikerfi tækisins. Það er náttúrulegt
gas sem er tiltölulega umhverfisvænt
en er engu að síður eldfimt. Meðan á
flutningi og uppsetningu stendur skaltu
ganga úr skugga um að engir hlutir
kælikerfisins verði fyrir skemmdum.
Kæliefnið (R600a) er eldfimt.
Varúð! Eldhætta!
Ef kælikerfið er skaddað: Forðastu
opinn eld og hita og neistagjafa. -
Loftræstu kyrfilega herbergið sem
tækið er staðsett í. Það er hættulegt
að breyta hönnun eða breyta tækinu
á nokkurn hátt. Allar skemmdir
á rafmagnssnúrunni geta leitt til
skammhlaups, elds og/eða rafstuðs.
Öruggt rafmagn
1. Ekki nota framlengingu með
rafmagnssnúrunni.
2. Gakktu úr skugga um að klóin sé
ekki brotin eða skemmd. Brotin eða
skemmd kló getur ofhitnað og valdið
eldi.
3. Vertu viss um að þú hafir aðgang að
kló tækisins.
4. Togið ekki í rafmagnssnúruna.
5. Ef innstungan er laus í sér, skaltu
ekki tengja tækið við hana. Hætta væri
á rafstuði eða eldsupptökum.
6. Ekki nota tækið án innan
ljósaperuhlífar.
7. Tækið er hannað til notkunar
með 220–240 V AC/50 Hz, 1-fasa.
Ef staðbundnar spennusveiflur
verða til þess að spennan getur
sveiflast utan þessara marka, þá skal
tengja sjálfvirkan spennustilli milli
vegginnstungunnar og tækisins og
skal hann vera gildur fyrir að lágmarki
350 W. Ekki tengja önnur tæki við
sömu innstungu og tækið er tengt við.
Vegginnstungan og klóin skulu vera
jarðtengd. Vegginnstungan og klóin
skulu vera jarðtengd.