IS
IS
63
Til eigin öryggis og til að tryggja
rétta notkun, skaltu lesa þessar
leiðbeiningar, þar með talið
ábendingar og varúðarupplýsingar,
áður en þú setur upp og notar tækið
í fyrsta skipti. Til að koma í veg fyrir
ónauðsynleg mistök og slys, er
mikilvægt að allir notendur tækisins
þekki til hlítar hvernig það starfar
og öryggisbúnað. Geymdu þessar
notkunarleiðbeiningar og gakktu úr
skugga um að þær fylgi tækinu ef
það er fært til eða selt, þannig að
hver sem notar tækið á endingartíma
þess er upplýstur um rétta notkun
tækisins og hvaða varúðarráðstafanir
eru nauðsynlegar. Vinsamlegast
fylgdu öryggisleiðbeiningunum
í notandahandbók þessari til að
tryggja öryggi mannslífa og eigna.
Framleiðandinn tekur enga ábyrgð
vegna skemmda sem hljótast af
vanrækslu.
Öryggi fyrir börn og aðra
berskjaldaða hópa
Börn frá 8 ára aldri og fólk með skerta
líkamlega getu, skerta heyrn/sjón,
skerta andlega getu eða án reynslu
mega eingöngu nota tækið undir
eftirliti ábyrgs einstaklings eða sé þeim
kennd örugg notkun tækisins og þau
geri sér grein fyrir öllum þeim hættum
sem fylgja notkuninni. Börn mega
aldrei leika sér með tækið. Börn mega
ekki hreinsa eða viðhalda tækinu án
eftirlits.
Geymdu allt umbúðaefni þar sem börn
ná ekki til (köfnunarhætta).
Ef þú ætlar að fargar tækinu,
skaltu taka aftengja það frá
vegginnstungunni, skera síðan á
snúruna eins nálægt tækinu og hægt
er og taka af því hurðina þannig að
börn að leik eigi ekki hættu á rafstuði
eða orðið innlyksa í tækinu.
Ef þetta tæki kemur í stað eldra
tækis sem útbúið er krækjulás á hurð
eða loki, vertu þá viss um að gera
læsinguna ónothæfa áður en þú fargar
tækinu. Þetta kemur í veg fyrir að það
verði að dauðagildru fyrir barn.
Almennt öryggi
VIÐVÖRUN! Þetta tæki er ætlað
til notkunar á heimilum á og
sambærilegum stöðum, til dæmis: í
eldhúsum fyrir starfsfólk í verslunum,
skrifstofum og öðrum vinnustöðum;
á bóndabýlum; af gestum á hótelum,
mótelum og í öðrum íbúðum; á
gistiheimilum; veisluþjónustum og
álíka, ekki smásölustöðum.
Þetta tæki uppfyllir eftirfarandi ESB viðmiðunarreglur og reglugerðir: 2014/35/EU, 2014/30/EU,
2009/125/EC, EC 643/2009 og 2002/96/EC
Öryggis- og varúðarupplýsingar