IS
IS
107
Bilanagreining
Ef einhver vandamál koma upp varðandi tækið eða ef vafi er á að það virki ekki rétt er hægt að framkvæma nokkrar
einfaldar aðgerðir áður en hringt er eftir þjónustu. Sjá hér fyrir neðan.
Viðvörun!
Ekki reyna að gera við tækið sjálf/ur. Ef vandamálið heldur áfram eftir að þú hefur framkvæmt neðangreindar aðgerðir, hafðu
samband við hæfan rafvirkja, viðurkenndan þjónustfulltrúa eða verslunina sem tækið var keypt í.
Vandamál
Möguleg orsök og lausn
Tækið virkar ekki
eins og skyldi
Gangið úr skugga um að rafmagnssnúran sé rétt tengd við innstunguna.
Gangið úr skugga um að kveikt sé á tækinu með því að halda „Power“-takkanum inni í eina
sekúndu.
Athugið öryggi tækisins. Skiptið um öryggi ef þarf.
Það er eðlilegt að pressan sé ekki í gangi við sjálfvirka þiðnun, og í stutta stund eftir að kveikt hefur
verið á tækinu – það er til þess að vernda pressuna.
Lykt innan í
frystiskápnum
Það gæti þurft að þrífa innan í skápnum.
Ákveðin matvæli, ílát eða plastfilmur geta gefið frá sér lykt.
Hljóð frá tækinu
Neðangreind hljóð eru mjög eðlileg:
● Hljóð frá pressunni.
● Hljóð vegna loftstreymis sem kemur frá litlu viftunni í tækinu.
● Hljóð eins og þegar vatn sýður.
● Poppandi hljóð við sjálfvirka þiðnun.
● Klikkhljóð þegar pressan kveikir á sér.
Önnur hljóð geta verið af neðangreindum ástæðum og kunna að gefa tilefni til að athuga málið og
grípa til aðgerða:
● Skápurinn stendur ekki jafn.
● Bakhlið tækisins snertir vegginn.
● Flöskur eða ílát hafa dottið um koll eða rúlla um.
Pressubúnaðurinn
er stöðugt í gangi
Það er eðlilegt að heyra oftar hljóð frá pressunni þegar hún þarft að vinna meira undir eftirfarandi
kringumstæðum:
● Hitastigið er stillt lægra en nauðsynlegt er.
● Mikið magn af heitum mat hefur verið sett inn í tækið.
● Hitastigið fyrir utan tækið er of hátt.
● Hurðirnar hafa verið opnar of lengi eða of oft.
●
Eftir uppsetningu tækisins eða eftir að slökkt hefur verið á tækinu til lengri tíma.
Frostlag myndast
innan í tækinu
Gangið úr skugga um að matvæli standi ekki í vegi fyrir loftúttakinu og passið að matvælunum sé
raðað þannig að loft geti leikið um. Passið að hurðin sé vel lokuð. Til að taka frostið, sjá kaflann
Hreinsun og umhirða.
Hitastigið í tækinu
er of hátt
Hurðin gæti hafa verið skilin eftir opin í of langan tíma eða of oft, eitthvað gæti hindrað lokun
hurðarinnar eða ekki nægilegt laust pláss til hliðanna, að aftan eða fyrir ofan tækið.
Hitastigið í tækinu
er of lágt
Aukið hitastigið með því að fylgja leiðbeiningunum í kaflanum „Stjórnborð“.
Erfitt að loka
hurðinni
Gangið úr skugga um að efri hluti skápsins halli 10–15 mm afturábak til að gera hurðirnar
sjálflokandi, eða hvort eitthvað innan í skápnum hindri lokun hurðarinnar.
Vatn lekur á gólfið
Vatnstankurinn (neðst á bakhlið skápsins) er mögulega ekki alveg jafn, eða frárennslisrörið (staðsett
undir efri hluta pressuhólfsins) er mögulega ekki rétt staðsett til að færa vatn ofan í vatnstankinn,
eða rörið er stíflað. Það gæti þurft að draga tækið frá veggnum til að athuga vatnstankinn og rörið.