IS
IS
103
4. „Alarm“
Sem viðvörun kviknar á „Alarm“-merkinu og viðvörunarhljóð
hljómar. Ýtið á „Alarm“-takkann til að slökkva á viðvöruninni.
Þá slokknar á „Alarm“-merkinu og viðvörunarhljóðinu.
Hurðaaðvörun
•
Ef hurðin er opin í meira en 2 mínútur kviknar á
hurðaviðvörunarhljóðinu. Hurðaviðvörunarhljóðið mun
heyrast 3 sinnum á mínútu, og hætta að heyrast eftir 10
mínútur.
•
Til að spara orku, látið hurðina vera eins lítið opna
og hægt er. Hurðaviðvörunin hættir þegar hurðinni er
lokað.
Hitastigsviðvörun
•
Ef hitastig frystisins verður of hátt vegna rafmagnsleysi
eða annarra ástæðna mun hitastigsviðvörunarhljóð
hljóma og hitastigsskjár frystisins mun sýna „--“.
•
Hitastigsviðvörunarhljóðið heyrist 10 sinnum og hættir
síðan sjálfkrafa.
•
Við hitastigsviðvörun, haldið inni „Alarm“-takkanum
í 3 sekúndur til að athuga hámarkshitastig frystisins.
Hitastigið og „Alarm“-merkið munu blikka samtímis í 5
sekúndur.
Hitastigsviðvörunin er eðlileg eftir að orðið hefur
rafmagnslaust. Slökkvið á viðvöruninni með því að ýta á
„Alarm“.
5. „Power“
Ef á að þrífa tækið eða hætta að nota það, slökkvið fyrst á
því með því að ýta á „Power“-takkann.
•
Þegar kveikt er á tækinu getur þú slökkt á því með því
að halda „Power“-takkanum inni í 5 sekúndur. Eftir það
slokknar á skjánum.
•
Þegar slökkt er á tækinu getur þú kveikt á því með því
að halda „Power“-takkanum inni í eina sekúndu. Tækið
stillir þá á þá hitastigsstillingu sem seinast var valin.
6. „Child Lock“
Ýttu á „Child Lock“-takkann ef hætta er á að barn nái upp
á stjórnborðið. Þegar barnalæsingin er virk eru allir takkar
nema „Alarm”-takkinn óvirkir.
•
Þegar tækið er ólæst getur þú læst því með því að
halda „Child Lock“-takkanum inni í 3 sekúndur. Þá sýnir
skjárinn „Child Lock“-merkið.
•
Þegar tækið er læst getur þú aflæst því með því að
halda „Child Lock“-takkanum inni í 3 sekúndur. Þá
slokknar á „Child Lock“-merkinu á skjánum.