53
IS
HITASTIGSSTÝRING
• Tengdu frystinn við innstungu sem er í lagi og gaumljósið „Power“ glóir. „Run“ gaumljósið
glóir þegar frystirinn er í gangi. „Alarm“ gaumljósið glóir þegar hitastigið í frystinum er of
hátt.
• Stilltu hitastigið í frystinum með hitastillisnerlinum. Tölustafirnir „1, 2, 3, 4, 5, 6“ standa
ekki fyrir ákveðið hitastig, hins vegar því lægri sem tölustafurinn er því hærra hitastig í
frystinum, og öfugt.
• Þegar hitastigssnerillinn er stilltur á OFF, þá er slökkt á frystinum.
STAÐSETNING
• Áður en þú notar frystinn, skaltu fjarlægja allar umbúðir, þar með talið höggvörn ásamt
svampgúmmíi og límbandi innan úr frystinum. Fjarlægðu hlífðarfilmuna frá hurðinni og
hliðum frystisins.
• Staðsettu frystinn innanhúss, á vel loftræstum stað. Yfirborðið verður að vera flatt og
traust.
• Hlífðu frystinum frá hitagjöfum sem og beinu sólarljósi. Ekki setja frystinn á blautan né
rakan stað. Annars getur myndast ryð og einangrunin veikst.
• Það verður að vera að minnsta kosti 70 cm laust rými fyrir ofan frystinn. Það verður að
vera að minnsta kosti 20 cm laust rými meðfram hliðum og á bak við frystinn. Þetta er til að
auðvelda opnun, lokun sem og dreifa hita.
• Notaðu heitan rakan klút til að þurrka af frystinum að innan sem að utan (blandaðu út í
eilitlum uppþvottalegi við heitt vatn og þurrkaðu af að því loknu eingöngu með heitu vatni).
SETTU Í GANG
Leyfðu frystinum að vera í gangi í 2 til 3 klst. áður en þú setur fersk eða fryst matvæli í hann.
Á sumrin eykst þessi tími í 4 klst., vegna þess að umhverfishitastig er þá hærra.
Summary of Contents for CFB4102V
Page 26: ...26 NO NOTERINGAR NOTES NOTATER...
Page 27: ...27 NO...
Page 36: ...36 DK NOTER...
Page 37: ...37 DK...
Page 46: ...46 FI HUOMAUTUKSIA...
Page 47: ...47 FI...
Page 56: ...56 IS ATHUGASEMDIR...
Page 57: ...57 IS...