140
IS
Umönnun uppþvottavélarinnar
Frostvernd
1. Gríptu til eftirfarandi aðgerða ef líkur eru á að frost verði
þar sem uppþvottavélin er. Gríptu til eftirfarandi aðgerða
eftir hvern uppþvott:
2. Taktu uppþvottavélina úr samband við veitustraumrás.
3. Skrúfaðu fyrir aðrennsli vatns og losaðu
aðrennslislönguna af vatnslokanum.
4. Helltu öllu afgangsvatni úr aðrennslisslöngunni og
lokanum (safnaðu vatninu í ílát við hæfi).
5. Settu aðrennslisslönguna aftur á vatnslokann.
6. Losaðu síuna úr botni uppþvottavélarinnar og notaðu
svamp til að sjúga upp vatnið úr vatnsþrónni.
Eftir hvern þvott
Skrúfaðu fyrir vatnið að vélinni eftir hvern þvott og opnaðu
vélina aðeins til að lofta út og komast hjá ólykt.
Taktu uppþvottavélina úr sambandi við rafmagn
Taktu uppþvottavélina úr sambandi við rafmagn áður en þrif
eða viðhaldsvinna á henni hefst.
Notaðu hvorki leysiefni né efni sem innihalda svarfefni
Notaðu hvorki leysiefni né þvottaefni/vörur sem innihalda
svarfefni
til að þrífa ytra borð vélarinnar og gúmmíhluti. Notaðu tusku
vætta í heitu sápuvatni.
Notaðu tusku vætta í vatni blönduðu smávegis ediki (eða
sérstöku hreingerningaefni fyrir uppþvottavélar) til að
fjarlægja flekki af innra byrði vélarinnar.
Ef uppþvottavélin á að standa ónotuð um langa hríð
Við mælum með því að fyrst sé keyrt þvottakerfi með tómri
uppþvottavél. Taktu hana svo úr sambandi við rafmagn,
skrúfaðu fyrir vatnið og láttu hana standa aðeins opna. Ef þú
ferð eftir þessu endast þéttilistarnir lengur og þú kemur í veg
fyrir ólykt í uppþvottavélinni.
Að flytja vélina
Reyndu að halda vélinni lóðréttri á meðan flutningur á sér
stað. Það má leggja hana á bakhliðina ef þörf krefur.
Þéttilistar
Eitt af því sem veldur ólykt í uppþvottavélum eru matarleifar
sem festast í þéttilistunum. Þú kemur í veg fyrir það með því
að hreingera þá reglulega með rökum svampi.
VIÐVÖRUN
Hætta á rafhöggi
Taktu rafmagn úr sambandi áður en
uppsetning uppþvottavélarinnar hefst.
Sé það ekki gert, getur það valdið dauðsfalli
eða rafhöggi.
ATH!
Til þess hæft fagfólk skal setja upp slöngur og raftengingar.
Leiðbeiningar um tengingu við rafmagn
VIÐVÖRUN
Hafðu öryggi fólks í huga:
• Notaðu hvorki framlengingarsnúru né millistykki fyrir rafklóna með tækinu.
• Að má undir engum kringumstæðum klippa á
• eða fjarlægja jarðtengingu rafmagnssnúrunnar.
Netspenna
Athugaðu upplýsingar á merkjum um markspennu áður en
uppþvottavélin er tengd við veitustraumrás. Notaðu ráðlagða
stærð rafvara (10 A, 13 A, 16 A), treg öryggi eða útsláttarrofa
og tengdu tækið við sjálfstæða straumrás aðeins ætlaða
henni.
Leiðbeiningar um uppsetningu
Tenging við rafmagn
Gakktu úr skugga um að spenna og tíðni veitustraumrásar
sé í samræmi við upplýsingar á merkingu. Stingdu klónni
aðeins og rétt jarðtengda innstungu. Ef rafmagnsinnstungan
sem nota á hæfir ekki klónni mælum við með því að skipta
sé um innstungu (ekki nota millistykki eða þannig lausnir því
þá verður hætta á ofhitnun og íkveikju).
Gakktu úr skugga um að uppþvottavélin sé rétt
jarðtengd áður en hún er tekin í notkun
Að- og frárennsli vatns
Tenging við kalt vatn
Tengdu aðrennslisslönguna við vatnstengi (3/4”) ( gakktu úr
skugga um að tengið sé nægilega hert og leki ekki).
Séu vatnstengingar nýjar eða hafi ekki verið notaðar um
lengri tíma þarf að spúla úr þeim með vatni og ganga úr
skugga um að vatnið sé hreint. Þetta er nauðsynlegt til að
tryggja að aðrennslið sé ekki stíflað en það getur skemmt
uppþvottavélina.
venjuleg slanga
öryggisslanga