134
IS
Jarðtenging
• Gakktu úr skugga um að tækið
sé áreiðanlega jarðtengt. Ef bilun
verður eða eitthvað fer úrskeiðis
er jarðtengingin trygging gegn
rafhöggi (hún færir rafstrauminn
burt). Tækið er búið jarðtengdri kló.
• Klónni má aðeins stinga í samband
við til þess ætlaða innstungu sem
uppsett er og jarðtengd í samræmi
við lög og reglugerðir á hverum
stað.
• Röng jarðtenging eykur hættu á
rafhöggi.
• Leitaðu til rafvirkja eða tæknimanns
ef þú ert í vafa um hvort jarðtenging
vélarinnar sé rétt.
• Ekki gera breytingar á meðfylgjandi
kló ef hún passar ekki í
innstunguna.
• Láttu rafvirkja setja upp rétta
innstungu.
• Þú mátt hvorki sitja né standa
á hurð uppþvottavélarinnar eða
grindum hennar og ekki gera neinar
breytingar á þeim.
• Ekki nota uppþvottavélina ef
frárennslið er rangt upp sett.
• Opnaðu hurðina á uppþvottavélinni
mjög varlega ef það þarf að opna
hana á meðan þvottakerfi er í gangi
(vatn gæti sprautast út).
• Leggðu ekkert þungt á hurðina og
hallaðu þér ekki að henni þegar
vélin er opin (vélin getur oltið fram á
við).
• Settu í uppþvottavélina:
1) Komdu beittum/oddhvössum hlutum
fyrir þar sem þeir skemma ekki
hurðarþéttinguna.
2) Viðvörun! Settu oddhvassa hnífa
og verkfæri með oddinn niður í
hnífaparakörfuna eða leggðu þau
lárétt.
• Sum uppþvottaefni eru mjög
alkalísk. Það getur verið mikil hætta
á tæringu. Forðastu snertingu við
húð og augu. Gakktu úr skugga um
að börn séu í öruggri fjarlægð frá
uppþvottavélinni þegar hún er opin.
• Gakktu úr skugga um að
uppþvottaefnishólfið sé tómt þegar
þvottakerfinu er lokið.
• Þvoðu einungis plasthluti merkta
með ,Má þvo í uppþvottavél‘ eða á
svipaðan hátt.
• Sjá ráðleggingar framleiðanda
vegna plasthlusta án þannig
merkingar.
• Notaðu eingöngu uppþvotta- og
eftirskolefni sem ráðlögð eru fyrir
sjálfvirka uppþvottavél.
• Ekki nota sápu, þvottaefni eða
handþvottaefni í uppþvottavél.
• Láttu ekki uppþvottavélina standa
opna (hætta á falli).
•
Hafi rafmagnsleiðslan skemmst
skal skipt um hana af framleiðanda,
tæknimanni eða öðrum til þess
bærum einstaklingum (skemmd
rafmagnsleiðsla er hættuleg).
• Gakktu úr skugga um að þú
skemmir ekki rafmagnsleiðsluna við
uppsetningu.
• Ekki breyta neinum stjórnbúnaði.