Athugið!
Við notkun á þessari vél eru ýmis öryggisatriði sem
fara verður eftir til þess að koma í veg fyrir slys,
meiðsl og skaða. Lesið því þessar
notandaleiðbeiningar vel og vandlega. Geymið vel
þessar upplýsingar þannig að þú getir alltaf lesið þær.
Ef að vélin er gefin eða lánuð öðrum aðilum,
vinsamlegast látið þá þessar leiðbeiningar fylgja með.
Við tökum enga ábyrgð á slysum eða skemmdum
sem rekja má til misnotkunar eða notkunar sem að
ekki er á samræmi við þessar notandaleiðbeiningar
og öryggisleiðbeiningar.
1. Öryggisatriði
Viðkomandi öryggisupplýsingar er að finna í
meðfylgjandi bæklingi.
AÐVÖRUN!
Lesið öll öryggisleiðbeiningar og tilmæli.
Ef ekki er farið eftir öryggisleiðbeiningum og tilmælum
getur það orsakað raflost, bruna og/eða alvarleg
meiðsl.
Geimið öryggisleiðbeiningarnar og aðrar
leiðbeiningar til síðari nota.
2. Lýsing tækis:
1: Herslustilling
2: Segulmagnaður ístykkjahaldari
3: Stilling snúningsáttar
4: Höfuðrofi
5: Hleðslurafhlaða
6: Hleðslutæki
7: Háa- og lágadrif
8: Festihnappur
3. Tilætluð notkun
Hleðsluborvélin er ætluð til þess að herða og losa
skrúfur, einnig til þess að bora í við, málm og
gerviefni.
Tækið má einungis nota eins og lýst er í
notandaleiðbeinungunum. Öll önnur notkun er ekki
leyfileg. Fyrir allan skaða, slys eða þessháttar sem
hlýst getur af þessháttar notkun er notandi / eigandi
ábyrgur fyrir en ekki framleiðandi tækisins.
Athugið, að verkfæri okkar eru ekki til þess ætluð að
nota þau á verkstæðum í iðnaði, á verkstæðum
handverks og þau eru ekki byggð fyrir slíka notkun.
Við tökum enga ábyrgð ef verkfærið er notað á
verkstæðum og í iðnaði eða svipuðum fyrirtækjum.
4. Mikilvæg tilmæli:
Lesið þessi tilmæli vinsamlegast vel áður en að
hleðsluborvélin er tekin til notkunar:
1. Hlaðið hleðslurafhlöðuna með meðfylgjandi
hleðslutæki. Tóm rafhlaða er eftir um það bil eina
klukkustund fullhlaðin.
2. Notið eingöngu beitta og góða bora, rétt ístykki
sem að eru í góðu ásigkomulagi.
3. Þegar að borað er í veggi verður að athuga vel áður
en hafist er handa hvort að rafmagnsleiðslur,
gasleiðslur eða vatnsleiðslur séu á þeim stað sem
að bora á í.
5. Tæki tekið til notkunar:
NiMH-Rafhlaðan hlaðin
1. Takið rafhlöðuna úr handfanginu (mynd 1), á
meðan að festihnöppunum er þrýst inn.
2. Gangið úr skugga um að spennan sem notuð er sé
sú sama og gefin er upp á gerðarskilti tækisins.
Setjið hleðslutækið í samband við straum.
3. Stingið rafhlöðunni í hleðslutækið. Grænt LED-ljós
kviknar. Þrýstið á hnappinn “SET” til að byrja
hleðslu. Rautt LED-ljós gefur til kynna að rafhlaðan
sé í hleðslu. Grænt LED-ljós gefur svo til kynna að
rafhlaðan sé full hlaðin. Hleðslutími er um það bil
ein klukkustund ef að rafhlaðan er róm. Rafhlaðan
of hleðslutækið getur hitnað á meðan að hleðsla fer
fram, það er eðlilegt.
Ef að hleðsla rafhlöðunnar tekst ekki, athugið þá
eftirfarandi:
앬
hvort að spenna sé á innstungunni sem að notuð
er
앬
hvort að snertifletir hleðslutækisins og
rafhlöðunnar séu hreinir og gefi góða tengingu.
Ef að hleðsla tekst þrátt fyrir það ekki, biðjum við þig
vinsamlegast að senda,
앬
hleðslutækið
앬
og rafhlöðuna
til þjónustuaðila.
Til að tryggja langan líftíma rafhlöðunnar ætti að
ganga úr skugga um að hlaða NiMH-Rafhlöðuna
tímanlega. Nauðsinlegt er að hlaða rafhlöðuna þegar
að hleðsluborvélin er farin að missa kraft.
64
IS
Anleitung_AS 12 A_SPK7:_ 18.09.2007 9:56 Uhr Seite 64