![Alpha tools A-ES 1000 Original Operating Instructions Download Page 71](http://html.mh-extra.com/html/alpha-tools/a-es-1000/a-es-1000_original-operating-instructions_2905921071.webp)
2. Innihald:
1 Orkustöð með loftdælu
1 Hleðsluleiðsla
1 Tengileiðsla fyrir sígarettukveikjaratengi
1 Ventlamillistykki
3. Tilætluð notkun
Þetta tæki er ætlað til þess að hjálpa til gangsetningar
á tækjum með 12 V rafgeyma (blýsýrurafgeyma) sem
eru ekki nægilega hlaðnir. Einnig til þess að tengja 12
V tæki sem sem nota að hámarki 10A straum beint
við kveikjaratenginguna. Athugið að kynna ykkur fyrst
notandaleiðbeiningar þess tækis sem tengja á við
tækið. Með innbyggða 12 V loftdælunni er hægt að
dæla lofti í bíldekk, mótorhjóladekk, reiðhjóladekk,
bolta, blöðrur, litlar loftdýnur og aðra svipaða
uppblásanlega hluti.
Þetta tæki má einungis nota í þau verk sem það er
framleitt fyrir. Öll önnur notkun sem fer út fyrir
tilætlaða notkun er ekki tilætluð notkun. Fyrir skaða
og slys sem til kunna að verða af þeim sökum, er
eigandinn / notandinn ábyrgur og ekki framleiðandi
tækisins.
Vinsamlegast athugið að tækin okkar eru hvorki
framleidd né hönnuð fyrir notkun í atvinnuskini, í
iðnaði eða notkun sem bera má saman við slíka
notkun. Við tökum enga ábyrgð á tækinu, sé það
notað í iðnaði, í atvinnuskini eða í tilgangi sem á
einhvern hátt jafnast á við slíka notkun.
4. Tæknilegar upplýsingar
Hleðslurafgeymir:
12 V/10 Ah
Úttaksspenna / hámark Straumur:
12 V/10 A yfir
1 Kveikjaratengi
Raftenging: Málspenna
230 V ~ 50 Hz
Úttak innstunga:
Spenna: 15
V
Straumur: 800
mA
Málafl: 9,6
VA
Ljós:
12V / 3V
Lofdæla:
12V / 18 bar
5. Orkustöðin hlaðin
(Varúð! Setjið höfuðrofann (mynd 1 / staða 1) í
stellinguna „OFF“.)
5.1 Orkustöðin hlaðin með rafmagnsleiðslu
1.
Tengið hleðsluleiðsluna með meðfylgjandi
spennubreyti við hleðslutengingu „RECHARGE“
(mynd 1 / staða 2) tækisins.
2.
Tengið rafmagnsleiðsluna við 230V ~ 50Hz
innstungu. Rauða LED-ljósið (mynd 1 / staða 3)
logar.
3.
Hleðslutíminn er um það bil 24 klukkustundir.
Með því að þrýsta á rofann (mynd 1 / staða 4) sýnir
spennumælirinn (mynd 1 / staða 5) hleðsluástand
innbyggðs rafgeymis tækisins.
5.2 Orkustöðin hlaðin með bílatengi
Hægt er að hlaða hlaða orkustöðina með
sígarettukveikjara bíls.
VARÚÐ:
Rafgeymir orkustöðvarinnar verður hlaðin
upp að um það bil 12 V. Hlaða ætti orkustöðina
einungis á meðan að bíllinn er í gangi til þess að
rafhlaða bílsins tæmist ekki. Gangsetjið aldrei bílinn á
meðan að orkustöðin er tengd við sígarettukveikjara
hans.
12 V tengi er tengt við sígarettukveikjara bílsins og
hinn endi tengingarinnar er tengdur við hleðslutengi
“(RECHARGE)”
orkustöðvarinnar.
6. Úttök
12 V úttak yfir sígarettukveikjaratengi.
Hámark 10 A:
Hámarks straumur 12 V úttaksins (mynd 1 / staða
8) er 10 A sem þýðir að ekki er hægt að ná meiri
straum út úr því en 12 A.
Athugið þess vegna straumnotkun og straumþörf
þess tækis sem tengja á við orkustöðina. Ef að
orkuþörf tækisins eru einu upplýsingarnar til reiðu
er hægt að reikna út straumnotkun þess á
einfaldan hátt.
Reikningsdæmi:
Orkuþörf: 12V / 50W
Straumþörfin er: 50W / 12V = 4,17A
Hægt er að nota meðfylgjandi
sígarettutengisleiðslu til þess að tengja tæki við
orkustöðina.
Til þess að geta notað 12V úttakið verður að
fjarlægja lokið og stinga sígarettukveikjaratengi í
71
IS
Anleitung_A_ES_1000_SPK7:_ 23.04.2010 14:07 Uhr Seite 71